Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Garðar Örn ÚIfarsson skrifar 10. mars 2014 08:30 Nýtt hótel við Skógá verður að mestu á einni hæð en nær þó að hluta tveimur hæðum. Dökki kassinn á myndinni sýnir ekki útlit hótelsins heldur aðeins staðsetningu og umfang þess. Myndir/Finnur Kristinsson „Okkur finnst þetta dálítið loka aðkomunni fyrir almenning að bílastæðunum við fossinn,“ útskýrir Elvar Eyvindsson, einn þeirra þriggja fulltrúa í skipulagsnefnd Rangárþings ytra sem sátu hjá þegar tveir fulltrúar nefndarinnar samþykktu að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir um 300 manna hótel við Skógafoss. „Á Skógum má segja að orðið hafi ákveðið skipulagsslys sem erfitt er að taka til baka, en við teljum að óþarfi sé að bæta í það frekar,“ sögðu fulltrúarnir þrír. Elvar Eyvindsson undirstrikar að gæta þurfi að sjónlínunni að Skógafossi. „Það þarf að hugsa málið vel.“Elvar Evindsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra.Miklir möguleikar á Skógum Að baki hótelinu standa Reykjavik Backpackers, sem rekur farfuglaheimili í Reykjavík og á Akureyri, Nitur ehf., ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures og fleiri fjárfestar. Meðal þeirra mun vera Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Fram kom í DV um miðjan desember að Hreiðar hygðist flytja inn til landsins 500 milljónir króna í gegn um svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Uppfært 12.07:Ekki standa aðrir fjárfestar að hótelinu fyrirhugaða á Skógum en Reykjavik Backpackers ehf. og Nitur ehf,. Eigendur fyrrnefnda félagsins eru Jón Heiðar Andrésson, Torfi G. Yngvason, Halldór Hafsteinson og Davíð Másson. Eigandi Niturs er Hilmar Þór Kristinsson. Hótelið á að standa í landi Ytri-Skóga, við Skógá og rétt neðan við Skógafoss. „Við sjáum mjög mikla möguleika á þessu svæði og sóttum um þessa lóð með það í huga að vera með gistirými, veitingarekstur og þjónustu við ferðamenn,“ segir Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavik Backpackers.Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavik Backpackers.Unnið að farsælli lausn „Víðast hvar í heiminum er þróunin sú að þjónusta og mannvirki eru sett fjær náttúruperlum en við höfum gert. Er það gert til að þær njóti sín sem allra best í ósnortnu umhverfi, en ósnortin náttúra er aðalsmerki okkar,“ bókuðu fulltrúarnir þrír í skipulagsnefnd sem vildu að málinu yrði frestað en lögðu þó til sem málamiðlun að hótelið mætti reisa sunnan við félagsheimilið Fossbúð sem stendur um 50 metrum austar og fjær Skógá en áætluð hótelbygging. Einnig að efnt yrði til samkeppni um skipulag á Skógum. Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður skipulagsnefndar, sagði undirbúning fyrir skipulagið hafa verið góðan. Unnið hafi verið að því að finna farsæla lausn og leiðir til að taka vel á móti ferðamönnum ásamt því að gæta að umhverfi og ásýnd svæðisins. „Vert er að geta þess að ekki er verið að úthluta lóðum í Skógum en það er hlutverk landeigenda sem eru héraðsnefndir Rangæinga og V-Skaftfellinga,“ bókaði Guðlaug.Meiri þjónusta dregur að sér fleira fólk Ákvörðun skipulagsnefndarinnar um að setja málið í kynningu var síðan samþykkt í sveitarstjórn. Björk segist taka ákvörðuninni fagnandi. Fyrir liggi að hótelið verði að mestu á einni hæð og að hluta til á tveimur hæðum. Nú taki við frekari útfærsla. „Við munum gera þetta af mikilli virðingu fyrir þessu fallega svæði og teljum að þetta geti verið því til framdráttar, meiri þjónusta dregur að sér fleira fólk,“ segir Björk. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
„Okkur finnst þetta dálítið loka aðkomunni fyrir almenning að bílastæðunum við fossinn,“ útskýrir Elvar Eyvindsson, einn þeirra þriggja fulltrúa í skipulagsnefnd Rangárþings ytra sem sátu hjá þegar tveir fulltrúar nefndarinnar samþykktu að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir um 300 manna hótel við Skógafoss. „Á Skógum má segja að orðið hafi ákveðið skipulagsslys sem erfitt er að taka til baka, en við teljum að óþarfi sé að bæta í það frekar,“ sögðu fulltrúarnir þrír. Elvar Eyvindsson undirstrikar að gæta þurfi að sjónlínunni að Skógafossi. „Það þarf að hugsa málið vel.“Elvar Evindsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra.Miklir möguleikar á Skógum Að baki hótelinu standa Reykjavik Backpackers, sem rekur farfuglaheimili í Reykjavík og á Akureyri, Nitur ehf., ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures og fleiri fjárfestar. Meðal þeirra mun vera Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Fram kom í DV um miðjan desember að Hreiðar hygðist flytja inn til landsins 500 milljónir króna í gegn um svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Uppfært 12.07:Ekki standa aðrir fjárfestar að hótelinu fyrirhugaða á Skógum en Reykjavik Backpackers ehf. og Nitur ehf,. Eigendur fyrrnefnda félagsins eru Jón Heiðar Andrésson, Torfi G. Yngvason, Halldór Hafsteinson og Davíð Másson. Eigandi Niturs er Hilmar Þór Kristinsson. Hótelið á að standa í landi Ytri-Skóga, við Skógá og rétt neðan við Skógafoss. „Við sjáum mjög mikla möguleika á þessu svæði og sóttum um þessa lóð með það í huga að vera með gistirými, veitingarekstur og þjónustu við ferðamenn,“ segir Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavik Backpackers.Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavik Backpackers.Unnið að farsælli lausn „Víðast hvar í heiminum er þróunin sú að þjónusta og mannvirki eru sett fjær náttúruperlum en við höfum gert. Er það gert til að þær njóti sín sem allra best í ósnortnu umhverfi, en ósnortin náttúra er aðalsmerki okkar,“ bókuðu fulltrúarnir þrír í skipulagsnefnd sem vildu að málinu yrði frestað en lögðu þó til sem málamiðlun að hótelið mætti reisa sunnan við félagsheimilið Fossbúð sem stendur um 50 metrum austar og fjær Skógá en áætluð hótelbygging. Einnig að efnt yrði til samkeppni um skipulag á Skógum. Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður skipulagsnefndar, sagði undirbúning fyrir skipulagið hafa verið góðan. Unnið hafi verið að því að finna farsæla lausn og leiðir til að taka vel á móti ferðamönnum ásamt því að gæta að umhverfi og ásýnd svæðisins. „Vert er að geta þess að ekki er verið að úthluta lóðum í Skógum en það er hlutverk landeigenda sem eru héraðsnefndir Rangæinga og V-Skaftfellinga,“ bókaði Guðlaug.Meiri þjónusta dregur að sér fleira fólk Ákvörðun skipulagsnefndarinnar um að setja málið í kynningu var síðan samþykkt í sveitarstjórn. Björk segist taka ákvörðuninni fagnandi. Fyrir liggi að hótelið verði að mestu á einni hæð og að hluta til á tveimur hæðum. Nú taki við frekari útfærsla. „Við munum gera þetta af mikilli virðingu fyrir þessu fallega svæði og teljum að þetta geti verið því til framdráttar, meiri þjónusta dregur að sér fleira fólk,“ segir Björk.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira