Sautján ár liðin frá dauða Biggie Smalls Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. mars 2014 10:41 Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið. Vísir/Getty Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Tónlist Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira