Útiloka lög á verkfallið Linda Blöndal skrifar 31. desember 2014 12:30 Það eru nokkrir dagar í að lengri verkfallslotur skelli á, það er að segja semjist ekki fyrir næsta mánudag. Verkfallsloturnar munu ná yfir fjórar vikur og á þeim sviðum, sem verkfall nær til hverju sinni, verða sérfræðingar í verkfalli í fjóra daga í senn en ekki tvo eins og áður. Læknar hafa hafnað tilboði um 20 prósenta launahækkun. Alþingi ekki kallað saman fyrir mánudag Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í morgun við komuna á ríkisráðsfund á Bessastöðum að ekki kæmi til greina að kalla saman Alþingi strax eftir áramót til að ræða stöðuna eða til að setja lög á deiluna. "Menn eru að ræða saman áfram og í sjálfu sér ekkert nýtt í þeirri deilu. Menn sátu bara yfir þessu fram á nótt", sagði Bjarni í viðtali við Stöð 2 í dag.Tíminn styttist Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra sagði að engin ástæða væri til að kalla þing saman meðan enn væru viðræður í gangi. "Það styttist í þessum tíma sem við höfum til stefnu og það er alveg ljóst í allra huga og að allra áliti og þapð sem við erum að sigla inn í janúar er ekki neinum að skapi. Ég ítreka bara það sem ég hef áður sagt að ég treysti því að samningsaðilar beri gæfu til að komast að skynsamlegri niðurstöðu fyrir land og þjóð", sagði Kristján Þór. Viðræður við læknafélag Íslands lauk á ellefta tímanum í gærkvöld í Karphúsinu og fundur skurðlækna stóð fram á nótt. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að eitthvað hafi miðað á fundi með læknafélaginu en úti stæðu nokkur atriði sem óljóst er hver eru.Fundur annan janúar Samninganefndir lækna og ríkisins munu hittast aftur á sáttafundi, annan janúar klukkan eitt. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það eru nokkrir dagar í að lengri verkfallslotur skelli á, það er að segja semjist ekki fyrir næsta mánudag. Verkfallsloturnar munu ná yfir fjórar vikur og á þeim sviðum, sem verkfall nær til hverju sinni, verða sérfræðingar í verkfalli í fjóra daga í senn en ekki tvo eins og áður. Læknar hafa hafnað tilboði um 20 prósenta launahækkun. Alþingi ekki kallað saman fyrir mánudag Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í morgun við komuna á ríkisráðsfund á Bessastöðum að ekki kæmi til greina að kalla saman Alþingi strax eftir áramót til að ræða stöðuna eða til að setja lög á deiluna. "Menn eru að ræða saman áfram og í sjálfu sér ekkert nýtt í þeirri deilu. Menn sátu bara yfir þessu fram á nótt", sagði Bjarni í viðtali við Stöð 2 í dag.Tíminn styttist Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra sagði að engin ástæða væri til að kalla þing saman meðan enn væru viðræður í gangi. "Það styttist í þessum tíma sem við höfum til stefnu og það er alveg ljóst í allra huga og að allra áliti og þapð sem við erum að sigla inn í janúar er ekki neinum að skapi. Ég ítreka bara það sem ég hef áður sagt að ég treysti því að samningsaðilar beri gæfu til að komast að skynsamlegri niðurstöðu fyrir land og þjóð", sagði Kristján Þór. Viðræður við læknafélag Íslands lauk á ellefta tímanum í gærkvöld í Karphúsinu og fundur skurðlækna stóð fram á nótt. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að eitthvað hafi miðað á fundi með læknafélaginu en úti stæðu nokkur atriði sem óljóst er hver eru.Fundur annan janúar Samninganefndir lækna og ríkisins munu hittast aftur á sáttafundi, annan janúar klukkan eitt.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira