Strætisvagnar Akureyrar hafa hætt akstri um götur bæjarins sem eru að verða ófærar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.
Í tilkynningunni segir að vagnarnir hafi smám saman dottið úr umferð eftir því sem leið á daginn. Síðasti vagninn hætti akstri rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.
Þá verður byrjað að ryðja götur bæjarins klukkan fimm í fyrramálið og er reiknað með að búið verði að opna allar strætisvagnaleiðir um klukkan sex. Þó má búast við að það gæti dregist um allt að hálftíma í Naustahverfi.
Spáð er ofankomu og talsverðum vindi að norðan á Eyjafjarðarsvæðinu í nótt og fram eftir morgundeginum.
Strætó hættur akstri á Akureyri

Tengdar fréttir

Búið að opna Þrengslin og Hellisheiði
Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður.