Innlent

Veiðileyfi enn undanþegin virðisaukaskatti

Veiðileyfi bera engan virðisaukaskatt .
Veiðileyfi bera engan virðisaukaskatt .
Ekki er gert ráð fyrir því að veiðileyfi í ám landsins verði virðisaukaskattskyld í nýjum fjárlögum sem kynnt voru í vikunni.

Ýmsar undanþágur hafa verið veittar í gegnum tíðina en 1. maí á næsta ári mun undanþága vegna fólksflutninga í afþreyingaskyni fella úr gildi. Þar með verða skipulagðar ferðir innan ferðaþjónustunnar, svo sem hestaferðir og rútuferðir, virðisaukaskattsskyldar. Þetta gagngrýnir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði og telur veiðileyfi af þessum toga eiga að bera virðisaukaskatt.

Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur ekki rétt að leggja virðisaukaskatt á veiðleyfi. „Það er þannig að veiðileyfi er í raun veiðileiga og hún er lögum samkvæmt fasteignaleiga. Sú leiga er ekki virðisaukaskattsskyld. Veiðiréttindi eru metin til fasteignaverðs og eru hluti af fasteign veiðiréttareiganda.“

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði telur eðlilegra að horfa til þess að um kaup á veiðileyfi sé að ræða frekar en leigu á veiðiréttindum. „Væri leiga á laxceiðihlunnindum virðisaukaskattsskyld kæmi innskattur til frádráttar útskattinum með sama hætti og í annarri þjónustu,“ segir Þórólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×