Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2014 16:00 Bíllinn hefur skilið eftir sig djúp för í landinu. Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00