Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2014 16:00 Bíllinn hefur skilið eftir sig djúp för í landinu. Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli. Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Eins og sést er landið mikið skemmt.Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl frá Sad Cars-bílaleigunni festu sig í gærdag inni í Rangárbotnum eftir að hafa ekið á stóru mosagrónu svæði utan vegar. Mikil bleyta var á svæðinu og var bíllinn á kafi í drullu þegar björgunarsveitarmenn og lögreglan komu á staðinn. Ökumaðurinn hafði ekið langt út úr leið en sagðist ekki hafa vitað að ekki mætti keyra utanvegar þarna. „Það var auðvitað engin glóra í þessum akstri hjá honum,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Nokkuð miklar skemmdir hafi orðið á svæðinu vegna akstursins. Atli bendir á að ef ökumaðurinn hefði ekki fest bílinn er alls ekki víst að lögreglan hefði náð að hafa hendur í hári hans.Vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs Ökumaðurinn var sektaður um 200.000 krónur en Atli vill sjá róttækari aðgerðir vegna utanvegaaksturs. „Þessar sektir virðast ekki gera neitt. Fólk borgar bara og svo er engin eftirfylgni,“ segir Atli. Hann segir að lögreglan á Hvolsvelli fái um 2-3 tilkynningar á dag um utanvegaakstur frá landvörðum í lögregluumdæminu. Alltof mörg tilfelli utanvegaaksturs hafi komið upp í sumar með tilheyrandi landeyðileggingu en skemmst er að minnast utanvegaaksturs á Sólheimasandi í síðustu viku. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var um mjög ljótt tilfelli að ræða inn í Rangárbotnum. Mjög djúp för eru í landinu og hefur það rifnað mikið upp enda ekki við öðru að búast þegar Land Cruiser-jeppi festist í blautum mosa.Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, harmar atvikið.Ferðamenn upplýstir um að utanvegaakstur er bannaður Signý Hermannsdóttir, markaðsstjóri Sad Cars, hafði ekki heyrt af utanvegaakstrinum þegar Vísir náði tali af henni en sagði þetta mjög miður. „Í öllum bílum okkar er opinbert stýrispjald þar sem stendur skýrum stöfum að allur utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi. Einnig er sérstakur límmiði í bílnum frá okkur og við förum vel yfir þetta með öllum þeim sem leigja hjá okkur bíl áður en lagt er í hann. Viðskiptavinir fá einnig tölvupósta frá okkur með þessum upplýsingum. Við erum að sjálfsögðu að reyna að gera okkar allra besta og ferðamennirnir ættu að vera upplýstir um það hvar má og hvar má ekki keyra,“ segir Signý. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar á Hvolsvelli um málið. Post by Lögreglan á Hvolsvelli.
Tengdar fréttir Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00