Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. febrúar 2014 20:30 Þórdís ber Túnis vel söguna en getur þó ekki hugsað sér að búa þar. vísir/getty/facebook Þórdís Nadia Semichat, magadanskennari og nemandi við Listaháskóla Íslands, er stödd í Túnis þar sem hún er í starfsnámi fram á vor. Föðuramma hennar býr í Túnisborg og segir Þórdís frá því á bloggsíðu sinni þegar hún reyndi að hafa uppi á henni. „Þetta er stór og mikilvæg ákvörðun sem ég þurfti að taka,“ skrifar Þórdís. „Sérstaklega í ljósi þess að ég hef aldrei hitt ömmu mína áður eða talað við hana. Saga föðurfjölskyldu minnar er mjög flókin og að mörgu leyti dularfull fyrir mér.“ Vísir spjallaði við Þórdísi síðdegis í gær en hún gerði fyrstu tilraun til að hitta ömmu sína á mánudag. Degi áður hafði Þórdís ásamt vini sínum reynt að fá far með leigubíl til hverfisins sem amma hennar býr í. Leigubílstjórinn neitaði þar sem farið var að dimma og hann vildi ekki leggja sjálfan sig og farþegana í hættu. „Hún býr í fátæka hluta hverfisins og það er ekki mælt með því að maður fari þangað að kvöldi til,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Því reyndi hún aftur í gær. „Við vorum vör um okkur þar sem það er rosalega mikil fátækt hérna og mikið af fólki. Ef það sér að við erum ríkari en þau gætu þau reynt að gera eitthvað.“ Förin gekk þó áfallalaust fyrir sig og eftir nokkra leit komust Þórdís og vinur hennar að því hvar hús ömmu hennar væri. „Hver einasta eldri kona sem gekk framhjá mér skoðaði ég gaumgæfulega til að sjá hvort að hún líktist mér á einhvern hátt,“ skrifar Þórdís á bloggsíðu sína, en þegar nær dró heimili ömmu hennar fór hún að finna fyrir stressi. „Það rann upp fyrir mér að ég væri í alvörunni að fara að hitta ömmu mína sem ég hafði ekki einu sinni séð áður.“Útsýni yfir Túnisborg.mynd/þórdís nadiaIllt í hjartanu eftir að hún leit inn um gluggann Þórdís spurði afgreiðslumann í sjoppu hvort hann kannaðist við nafn ömmu sinnar og fékk leiðbeiningar að húsi hennar. En amma Þórdísar var ekki heima. „Nágrannakona hennar sagði að hún væri nánast alltaf heima en færi stundum í göngutúra,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Hún segir glugga hússins hafa verið opinn og að vel hafi sést inn í íbúðina. „Ég sá bara hvernig hún lifir og það tók á að sjá að hún býr bara ein og hefur engan að. Hún er greinilega mjög fátæk og á engin húsgögn eða neitt,“ segir Þórdís og bætir því við að hún hafi ekki hugmynd um hvernig manneskja hún sé. „Því lengur sem ég horfði inn um íbúðina því skýrara sá ég fyrir mér hvernig líf hennar er,“ skrifar Þórdís. Hún ætlar að reyna aftur að heimsækja ömmu sína á föstudaginn en segir að sér hafi verið illt í hjartanu eftir að hún leit inn um gluggann. „Við ákváðum að bíða eftir henni. Meðan ég beið velti ég því fyrir mér hvort að hún vissi að ég væri til og hvort að hún viti hvað ég heiti. Kannski veit hún það og hefur beðið eftir þessum degi í áraraðir, kannski er henni alveg sama,“ skrifar Þórdís, en hún beið eftir ömmu sinni í um það bil 40 mínútur áður en hún ákvað að ganga til baka. „Við sáum hana ekki og fórum upp í bílinn. Þegar bíllinn keyrði af stað fann ég fyrir óbærilegri sorg og sektarkennd. Ég horfði á eftir hverfinu meðan tárin streymdu niður.“Margar óskrifaðar reglur Þórdís ber Túnis vel söguna en hún hefur komið þangað tvisvar sinnum áður. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún dvelur utan ferðamannastaða. „Það er mjög gott að vera hérna en það er mikið af óskrifuðum reglum sem maður þarf að fylgja,“ segir Þórdís við fréttamann. Hún segir fólkið sem hún umgengst mest vera mjög frjálslynt en sums staðar sé viðmótið annað. „Það er til dæmis allt í lagi fyrir konur að reykja á kaffihúsum en það er horft á mig með fyrirlitningu ef ég kveiki mér í sígarettu úti á götu. Það er ekkert mál þegar karlmenn gera það en ef kona gerir það þá er eitthvað að henni. Þetta eru svona litlir hlutir. Til dæmis er ég eiginlega alltaf í fylgd með karlmanni og það er aldrei talað beint við mig heldur í gegn um hann.“ Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að búa í Túnis segir Þórdís halda ekki. „Nei ég held að ég myndi ekki vilja búa hérna. Það er of mikið óréttlæti gagnvart öllum.“ Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Þórdís Nadia Semichat, magadanskennari og nemandi við Listaháskóla Íslands, er stödd í Túnis þar sem hún er í starfsnámi fram á vor. Föðuramma hennar býr í Túnisborg og segir Þórdís frá því á bloggsíðu sinni þegar hún reyndi að hafa uppi á henni. „Þetta er stór og mikilvæg ákvörðun sem ég þurfti að taka,“ skrifar Þórdís. „Sérstaklega í ljósi þess að ég hef aldrei hitt ömmu mína áður eða talað við hana. Saga föðurfjölskyldu minnar er mjög flókin og að mörgu leyti dularfull fyrir mér.“ Vísir spjallaði við Þórdísi síðdegis í gær en hún gerði fyrstu tilraun til að hitta ömmu sína á mánudag. Degi áður hafði Þórdís ásamt vini sínum reynt að fá far með leigubíl til hverfisins sem amma hennar býr í. Leigubílstjórinn neitaði þar sem farið var að dimma og hann vildi ekki leggja sjálfan sig og farþegana í hættu. „Hún býr í fátæka hluta hverfisins og það er ekki mælt með því að maður fari þangað að kvöldi til,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Því reyndi hún aftur í gær. „Við vorum vör um okkur þar sem það er rosalega mikil fátækt hérna og mikið af fólki. Ef það sér að við erum ríkari en þau gætu þau reynt að gera eitthvað.“ Förin gekk þó áfallalaust fyrir sig og eftir nokkra leit komust Þórdís og vinur hennar að því hvar hús ömmu hennar væri. „Hver einasta eldri kona sem gekk framhjá mér skoðaði ég gaumgæfulega til að sjá hvort að hún líktist mér á einhvern hátt,“ skrifar Þórdís á bloggsíðu sína, en þegar nær dró heimili ömmu hennar fór hún að finna fyrir stressi. „Það rann upp fyrir mér að ég væri í alvörunni að fara að hitta ömmu mína sem ég hafði ekki einu sinni séð áður.“Útsýni yfir Túnisborg.mynd/þórdís nadiaIllt í hjartanu eftir að hún leit inn um gluggann Þórdís spurði afgreiðslumann í sjoppu hvort hann kannaðist við nafn ömmu sinnar og fékk leiðbeiningar að húsi hennar. En amma Þórdísar var ekki heima. „Nágrannakona hennar sagði að hún væri nánast alltaf heima en færi stundum í göngutúra,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Hún segir glugga hússins hafa verið opinn og að vel hafi sést inn í íbúðina. „Ég sá bara hvernig hún lifir og það tók á að sjá að hún býr bara ein og hefur engan að. Hún er greinilega mjög fátæk og á engin húsgögn eða neitt,“ segir Þórdís og bætir því við að hún hafi ekki hugmynd um hvernig manneskja hún sé. „Því lengur sem ég horfði inn um íbúðina því skýrara sá ég fyrir mér hvernig líf hennar er,“ skrifar Þórdís. Hún ætlar að reyna aftur að heimsækja ömmu sína á föstudaginn en segir að sér hafi verið illt í hjartanu eftir að hún leit inn um gluggann. „Við ákváðum að bíða eftir henni. Meðan ég beið velti ég því fyrir mér hvort að hún vissi að ég væri til og hvort að hún viti hvað ég heiti. Kannski veit hún það og hefur beðið eftir þessum degi í áraraðir, kannski er henni alveg sama,“ skrifar Þórdís, en hún beið eftir ömmu sinni í um það bil 40 mínútur áður en hún ákvað að ganga til baka. „Við sáum hana ekki og fórum upp í bílinn. Þegar bíllinn keyrði af stað fann ég fyrir óbærilegri sorg og sektarkennd. Ég horfði á eftir hverfinu meðan tárin streymdu niður.“Margar óskrifaðar reglur Þórdís ber Túnis vel söguna en hún hefur komið þangað tvisvar sinnum áður. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún dvelur utan ferðamannastaða. „Það er mjög gott að vera hérna en það er mikið af óskrifuðum reglum sem maður þarf að fylgja,“ segir Þórdís við fréttamann. Hún segir fólkið sem hún umgengst mest vera mjög frjálslynt en sums staðar sé viðmótið annað. „Það er til dæmis allt í lagi fyrir konur að reykja á kaffihúsum en það er horft á mig með fyrirlitningu ef ég kveiki mér í sígarettu úti á götu. Það er ekkert mál þegar karlmenn gera það en ef kona gerir það þá er eitthvað að henni. Þetta eru svona litlir hlutir. Til dæmis er ég eiginlega alltaf í fylgd með karlmanni og það er aldrei talað beint við mig heldur í gegn um hann.“ Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að búa í Túnis segir Þórdís halda ekki. „Nei ég held að ég myndi ekki vilja búa hérna. Það er of mikið óréttlæti gagnvart öllum.“
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira