Tárast í Gleðigöngunni á hverju ári Birta Björnsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 20:00 Fáar ritaðar heimilidir eru til um umfjöllun um samkynhneigð framan af tuttugustu öldinni. Í grein Stefáns Jónssonar um nýjungar í læknisfræði í Skírni árið 1922 komu fyrst fram skoðanir lærðra manna á því sem síðar átti eftir að kallast samkynhneigð. Í greininni er meðal annars greint frá mögulegum lækningum á svokallaðri kynvillu og sagt frá tilraun þar sem eista af heilbriðgum manni var grætt í samkynhneigðan mann. Svo brá við að maðurinn gifti sig rétt á eftir, en tæpast þarf að taka fram að hann giftist ekki öðrum manni. Árið 1924 afplánaði glímukappinn Guðmundur Sigurjónsson átta mánaða betrunarhúsvinnu fyrir holdlegt samræði við einstakling af sama kyni, en hann er eini maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir samkynheigð hér á landi samkvæmt hegningarlögum sem giltu fram til ársins 1940. „Það var helmikil umræða um þessi mál í kjölfar dómsins, þó það hafi ekki ratað í fjölmiðla,“ segir Þorvaldur Kristinsson, rithöfundur og fyrrum formaður Samtakanna ´78. „Svo virðist þó sem það hafi ratað til umræðu í velflestum kjaftaklúbbum landsins á þessum tíma. Þetta varð jafnframt til þess að vekja athygli manna á því að samkynhneigðir væru til og samkynhneigðir áttuðu sig margir á að þeir tilheyrðu hópi." Þorvaldur segir fjölda samkynhneigðra hafa flutt úr landi og hafi lifað sem samkynhneigðir einstaklingar í stórborgum heimsins. „Það er ekki fyrr en um 1980 sem við förum að snúa þessari þróun við og hommar og lesbíur kalla á ákveðið rými sér til handa til að lifa sínu lífi hér á landi." Um það leyti fór einnig að bera á umræðu um samkynhneigð í fjölmiðlum, og þá jafnan með þeim hætti sem varla stæðist skoðun í dag. Eru fyrirsagnir á borð við „Kynvillingaveislur færast mjög í vöxt í borginni“ og „Mér var nauðgað af homma“ gott dæmi um það. „Ég kom út úr skápnum árið 1980 í útlöndum og flutti heim árið 1982. Mér leist hreint ekki á hvað beið mín hér, sárafámennt samfélag samkynhneigðra sem var að mörgu leyti afar kúgað og óttaslegið, segir Þorvaldur. „Þetta breyttist mjög hratt og níundi áratugurinn var mikill byltingatími í þessum efnum. Okkar stóra áfall á þeim tíma var alnæmið. Þá hófust ofsóknir í samfélaginu sem voru engu líkar. Talað var um að loka okkur inni, vista okkur í einanagrun og svo framvegis. Þegar á móti blæs gerist þó oftar en ekki eitthvað gott og Samtökin styrktust í sínum málaflutningi." Þorvaldur segir stöðu samkynhneigðra í dag vera betri en hann hefði nokkru sinni þorað að vona í upphafi níunda áratugarins og gleðigangan, sem gengin hefur verið frá árinu 1999 sé gott dæmi um það. Sögunni megi þó ekki gleyma og hans kynslóð muni kúgunina vel. „Það litar mann til lífstíðar. Maður ber sár á sálinni alla tíð. Á vissan hátt erum við svolítið sködduð en höfum á mótið eignast vissa dýpt sem við hefðum ekki eignast ef við hefðum ekki gengið í gegnum þessa hörku. Ég tárast í hvert skipti sem ég legg af stað í göngu Hinsegin daga því ég man tímana tvenna. En um leið gleðst ég yfir því að til sé ungt hinsegin fólk sem varla hefur kynnst sorginni.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fáar ritaðar heimilidir eru til um umfjöllun um samkynhneigð framan af tuttugustu öldinni. Í grein Stefáns Jónssonar um nýjungar í læknisfræði í Skírni árið 1922 komu fyrst fram skoðanir lærðra manna á því sem síðar átti eftir að kallast samkynhneigð. Í greininni er meðal annars greint frá mögulegum lækningum á svokallaðri kynvillu og sagt frá tilraun þar sem eista af heilbriðgum manni var grætt í samkynhneigðan mann. Svo brá við að maðurinn gifti sig rétt á eftir, en tæpast þarf að taka fram að hann giftist ekki öðrum manni. Árið 1924 afplánaði glímukappinn Guðmundur Sigurjónsson átta mánaða betrunarhúsvinnu fyrir holdlegt samræði við einstakling af sama kyni, en hann er eini maðurinn sem dæmdur hefur verið fyrir samkynheigð hér á landi samkvæmt hegningarlögum sem giltu fram til ársins 1940. „Það var helmikil umræða um þessi mál í kjölfar dómsins, þó það hafi ekki ratað í fjölmiðla,“ segir Þorvaldur Kristinsson, rithöfundur og fyrrum formaður Samtakanna ´78. „Svo virðist þó sem það hafi ratað til umræðu í velflestum kjaftaklúbbum landsins á þessum tíma. Þetta varð jafnframt til þess að vekja athygli manna á því að samkynhneigðir væru til og samkynhneigðir áttuðu sig margir á að þeir tilheyrðu hópi." Þorvaldur segir fjölda samkynhneigðra hafa flutt úr landi og hafi lifað sem samkynhneigðir einstaklingar í stórborgum heimsins. „Það er ekki fyrr en um 1980 sem við förum að snúa þessari þróun við og hommar og lesbíur kalla á ákveðið rými sér til handa til að lifa sínu lífi hér á landi." Um það leyti fór einnig að bera á umræðu um samkynhneigð í fjölmiðlum, og þá jafnan með þeim hætti sem varla stæðist skoðun í dag. Eru fyrirsagnir á borð við „Kynvillingaveislur færast mjög í vöxt í borginni“ og „Mér var nauðgað af homma“ gott dæmi um það. „Ég kom út úr skápnum árið 1980 í útlöndum og flutti heim árið 1982. Mér leist hreint ekki á hvað beið mín hér, sárafámennt samfélag samkynhneigðra sem var að mörgu leyti afar kúgað og óttaslegið, segir Þorvaldur. „Þetta breyttist mjög hratt og níundi áratugurinn var mikill byltingatími í þessum efnum. Okkar stóra áfall á þeim tíma var alnæmið. Þá hófust ofsóknir í samfélaginu sem voru engu líkar. Talað var um að loka okkur inni, vista okkur í einanagrun og svo framvegis. Þegar á móti blæs gerist þó oftar en ekki eitthvað gott og Samtökin styrktust í sínum málaflutningi." Þorvaldur segir stöðu samkynhneigðra í dag vera betri en hann hefði nokkru sinni þorað að vona í upphafi níunda áratugarins og gleðigangan, sem gengin hefur verið frá árinu 1999 sé gott dæmi um það. Sögunni megi þó ekki gleyma og hans kynslóð muni kúgunina vel. „Það litar mann til lífstíðar. Maður ber sár á sálinni alla tíð. Á vissan hátt erum við svolítið sködduð en höfum á mótið eignast vissa dýpt sem við hefðum ekki eignast ef við hefðum ekki gengið í gegnum þessa hörku. Ég tárast í hvert skipti sem ég legg af stað í göngu Hinsegin daga því ég man tímana tvenna. En um leið gleðst ég yfir því að til sé ungt hinsegin fólk sem varla hefur kynnst sorginni.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira