Innlent

Sjö ára barn datt út úr rútu á ferð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nemandinn var í bílbelti í rútunni sem að því er virðist losnaði. Við það féll hann á hurð sem opnaðist.
Nemandinn var í bílbelti í rútunni sem að því er virðist losnaði. Við það féll hann á hurð sem opnaðist. Vísir/Getty
Sjö ára nemandi í Snælandsskóla sem var á leið í sund með rútu í morgun datt út úr rútunni á ferð án þess að bílstjórinn yrði þess var. Nemandinn fékk stóran skurð á höfuðið og var fluttur á Barnaspítala Hringsins til aðhlynningar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem skólastjóri Snælandsskóla sendi forráðamönnum í dag.

Slysið varð á gatnamótum Kársnesbrautar og Urðarbrautar en nemandinn var í bílbelti í rútunni sem að því er virðist losnaði. Við það féll hann á hurð sem opnaðist en tveir vegfarendur komu honum til aðstoðar og fóru með hann að sundlauginni.

Börnum sem voru í rútunni var mjög brugðið og er mikilvægt að gefa þeim tækifæri til að ræða upplifun sína heima. Þá eru starfsmenn Snælandsskóla, sálfræðingur og námsráðgjafi til viðtals ef forráðamenn óska þess.

Í tilkynningu skólastjóra kemur þar að auki fram að atburðurinn hafi verið tilkynntur til lögreglu og einnig til Menntasviðs Kópavogsbæjar. Þá mun skólinn taka rútuaksturinn til endurskoðunar í kjölfar slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×