Óviss um framtíð Smashing Pumpkins 2. september 2014 21:00 Billy Corgan er óviss um framtíð Smashing Pumpkins. Vísir/Getty Billy Corgan forsprakki hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins hefur gefið til kynna að hljómsveitin muni leggja upp laupana eftir að næstu tvær plötur koma út. Sveitin sendir frá sér tvær plötur árið 2015 en þær bera nöfnin, Monuments To An Elegy og Day For Night. Eins og margir vita þá hætti hljómsveitin árið 2000 en snéri aftur árið 2006 og hafa þrjár plötur litið dagsins ljós síðan, fyrir utan þær tvær sem væntanlegar eru. Í viðtali sem birtist á NME, segist hann ætla láta viðbrögð almennings við væntanlegum plötum ráða ferðinni, annað hvort eigi fólki eftir að líka við nýja efnið og þess háttar eða ekki. Hann segist jafnframt vera leiður á því að fólk vænti þess að sveitin spili eingöngu sitt eldra efni, að margir líti á sveitina sem endurkomuhljómsveit sem eigi bara að leika gamalt efni. Þá bætti hann við að það væri algjört lykilatriði fyrir hljómsveitir að halda áfram að skapa nýtt efni, til að standa ekki í stað. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað innan sveitarinnar undanfarin ár og er það enginn annar en Tommy Lee sem hefur verið að tromma inn á nýju plöturnar. Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Billy Corgan forsprakki hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins hefur gefið til kynna að hljómsveitin muni leggja upp laupana eftir að næstu tvær plötur koma út. Sveitin sendir frá sér tvær plötur árið 2015 en þær bera nöfnin, Monuments To An Elegy og Day For Night. Eins og margir vita þá hætti hljómsveitin árið 2000 en snéri aftur árið 2006 og hafa þrjár plötur litið dagsins ljós síðan, fyrir utan þær tvær sem væntanlegar eru. Í viðtali sem birtist á NME, segist hann ætla láta viðbrögð almennings við væntanlegum plötum ráða ferðinni, annað hvort eigi fólki eftir að líka við nýja efnið og þess háttar eða ekki. Hann segist jafnframt vera leiður á því að fólk vænti þess að sveitin spili eingöngu sitt eldra efni, að margir líti á sveitina sem endurkomuhljómsveit sem eigi bara að leika gamalt efni. Þá bætti hann við að það væri algjört lykilatriði fyrir hljómsveitir að halda áfram að skapa nýtt efni, til að standa ekki í stað. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað innan sveitarinnar undanfarin ár og er það enginn annar en Tommy Lee sem hefur verið að tromma inn á nýju plöturnar.
Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira