„Þetta er snilld“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2014 11:39 Einar Birkir Einarsson, nýkjörinn bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. MYND/Heimasíða Bjartrar Framtíðar „Niðurstöður kosninganna í nótt eru í takt við þær væntingar sem við vorum búin að leyfa okkur,“ segir Einar Birkir Einarsson, annar tveggja frambjóðenda Bjartrar framtíðar sem kjörnir voru í bæjarstjórn Hafnafjarðar í gær. „Maður getur ekki farið fram á meira.“ Pólitíska landslagið í bænum hefur tekið miklum breytingum frá því fyrir helgi. Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna féll og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði vann stórsigur, fékk fimm menn kjörna en hefur þó ekki styrk til að mynda hreinan meirihluta. Björt framtíð er því í lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru í bænum. Flokkurinn hlaut um fimmtung atkvæða og sem fyrr segir tvo menn kjörna. Einar segir að fulltrúar Bjartrar framtíðar gera sér grein fyrir því að þeir hafa örlögin nokkurn veginn í hendi sér þessa stundina. Aðspurður um hvort byrjað sé að horfa til vinstri eða hægri segir Einar svo ekki vera. „En við erum með símanúmerin hjá öllum og það munu allir fá hringingar.“ Þrátt fyrir að hann harmi dræma kjörsókn í bænum segir hann niðurstöðu kosninganna skýrt ákall um breytingar í bænum. „Framboð okkar var að miklu leyti hugsað sem svar við þessu kalli bæjarbúa. Við viljum gera breytingar á því hvernig fólk talar saman innan bæjarstjórnarinnar og við viljum breiðari samstöðu um stóru málefnin sem brenna á íbúum Hafnarfjarðar,“ segir Einar Birkir. „Við í Bjartri framtíð erum fyrst og fremst virkilega þakklát bæjarbúum sem þora að leggja traust sitt á fólk sem ekki hefur áður verið í pólítík og nú er það okkar hlutverk að stökkva fram á völlinn og koma með lausninar sem Hafnfirðingar leita að,“ segir Einar Birkir sigurreifur og bætir við: „Þetta er snilld.“ Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
„Niðurstöður kosninganna í nótt eru í takt við þær væntingar sem við vorum búin að leyfa okkur,“ segir Einar Birkir Einarsson, annar tveggja frambjóðenda Bjartrar framtíðar sem kjörnir voru í bæjarstjórn Hafnafjarðar í gær. „Maður getur ekki farið fram á meira.“ Pólitíska landslagið í bænum hefur tekið miklum breytingum frá því fyrir helgi. Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna féll og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði vann stórsigur, fékk fimm menn kjörna en hefur þó ekki styrk til að mynda hreinan meirihluta. Björt framtíð er því í lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru í bænum. Flokkurinn hlaut um fimmtung atkvæða og sem fyrr segir tvo menn kjörna. Einar segir að fulltrúar Bjartrar framtíðar gera sér grein fyrir því að þeir hafa örlögin nokkurn veginn í hendi sér þessa stundina. Aðspurður um hvort byrjað sé að horfa til vinstri eða hægri segir Einar svo ekki vera. „En við erum með símanúmerin hjá öllum og það munu allir fá hringingar.“ Þrátt fyrir að hann harmi dræma kjörsókn í bænum segir hann niðurstöðu kosninganna skýrt ákall um breytingar í bænum. „Framboð okkar var að miklu leyti hugsað sem svar við þessu kalli bæjarbúa. Við viljum gera breytingar á því hvernig fólk talar saman innan bæjarstjórnarinnar og við viljum breiðari samstöðu um stóru málefnin sem brenna á íbúum Hafnarfjarðar,“ segir Einar Birkir. „Við í Bjartri framtíð erum fyrst og fremst virkilega þakklát bæjarbúum sem þora að leggja traust sitt á fólk sem ekki hefur áður verið í pólítík og nú er það okkar hlutverk að stökkva fram á völlinn og koma með lausninar sem Hafnfirðingar leita að,“ segir Einar Birkir sigurreifur og bætir við: „Þetta er snilld.“
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira