Smyglari rekur svarta verslun á Kvíabryggju Hanna Ólafsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Sævar Sverrisson. Á myndinni sést Sævar flytja lagið Andartak í sjónvarpsþætti Hemma Gunn. „Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira