„Í alla staði ótækt ástand að stærsti vinnustaður landsins lamist“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2014 15:05 Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs. VÍSIR/GVA Félag prófessora við ríkisháskóla hefur samþykkt að boða til verkfalls dagana 1.-15. desember n.k. en Stúdentaráð vill ekki trúa því upp á stjórnvöld að láta koma til þess að boðað sé aftur til verkfalls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ráðinu. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það lama stærsta vinnustað landsins. Ef stjórnvöld semja ekki við prófessora er staðan óboðleg fyrir nemendur háskólans en niðurskurður síðustu sex ára hefur valdið því að boðað hefur verið til verkfalls annað próftímabilið í röð. Verkfall á þessum viðkvæma tíma er ekki í þágu nemenda en til langtíma litið er það öllum í hag að byggja upp háskóla sem eftirsóknarvert er að starfa við.“ Einnig kemur fram að það sé hagur nemenda að kjör prófessora standist samanburð við aðra háskóla. Þess vegna er það skýr krafa Stúdentaráðs að gengið sé að samningaborðinu. „Hugur Stúdentaráðs er hjá stúdentum en fyrirhugað verkfall hefur slæm áhrif á áætlanir og framfærslugetu námsmanna. Óvissan sem því fylgir, að vita ekki hvort eða hvenær prófað verði úr námskeiði hefur ein og sér slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Ofan á hana leggst sú staðreynd að námslán verða ekki greidd út á réttum tíma, fyrir stóran hluta námsmanna, ef til verkfalls kemur. Námsmenn sem margir hverjir eru barnafólk, fengju ekki greidd námslán og eiga því á hættu að geta ekki séð fyrir sér og sínum.“ Það sé í alla staði ótækt ástand að stærsti vinnustaður landsins lamist. Ennfremur sé það bagalegt að samningsaðilar fundi jafn sjaldan og raun ber vitni. „Stúdentaráð krefst þess af samningsaðilum að þeir sýni ábyrgð, hafi hag nemenda í huga og fundi daglega framvegis, svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli. Nemendur geta ekki unað við verkfall, eyðið óvissuástandinu strax.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Félag prófessora við ríkisháskóla hefur samþykkt að boða til verkfalls dagana 1.-15. desember n.k. en Stúdentaráð vill ekki trúa því upp á stjórnvöld að láta koma til þess að boðað sé aftur til verkfalls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ráðinu. „Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það lama stærsta vinnustað landsins. Ef stjórnvöld semja ekki við prófessora er staðan óboðleg fyrir nemendur háskólans en niðurskurður síðustu sex ára hefur valdið því að boðað hefur verið til verkfalls annað próftímabilið í röð. Verkfall á þessum viðkvæma tíma er ekki í þágu nemenda en til langtíma litið er það öllum í hag að byggja upp háskóla sem eftirsóknarvert er að starfa við.“ Einnig kemur fram að það sé hagur nemenda að kjör prófessora standist samanburð við aðra háskóla. Þess vegna er það skýr krafa Stúdentaráðs að gengið sé að samningaborðinu. „Hugur Stúdentaráðs er hjá stúdentum en fyrirhugað verkfall hefur slæm áhrif á áætlanir og framfærslugetu námsmanna. Óvissan sem því fylgir, að vita ekki hvort eða hvenær prófað verði úr námskeiði hefur ein og sér slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Ofan á hana leggst sú staðreynd að námslán verða ekki greidd út á réttum tíma, fyrir stóran hluta námsmanna, ef til verkfalls kemur. Námsmenn sem margir hverjir eru barnafólk, fengju ekki greidd námslán og eiga því á hættu að geta ekki séð fyrir sér og sínum.“ Það sé í alla staði ótækt ástand að stærsti vinnustaður landsins lamist. Ennfremur sé það bagalegt að samningsaðilar fundi jafn sjaldan og raun ber vitni. „Stúdentaráð krefst þess af samningsaðilum að þeir sýni ábyrgð, hafi hag nemenda í huga og fundi daglega framvegis, svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli. Nemendur geta ekki unað við verkfall, eyðið óvissuástandinu strax.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent