Lífið heldur áfram eftir ráðherradóm Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2014 21:11 Tuttugu ár eru í dag frá því Guðmundur Árni Stefánsson gekk út af síðasta ríkisráðsfundi sínum á Bessastöðum eftir að hafa sagt af sér embætti félagsmálaráðherra daginn áður. Hann sagði þá að lífið héldi áfram eftir ráðherradóm og sat á þingi í ellefu ár til viðbótar áður en hann varð sendiherra í Washington. Guðmundur Árni Stefánsson var bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði á árunum1986-1993 þegar hann var kosinn á Alþingi. Hann var heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra frá júní 1993 og síðan félagsmálaráðherra júní 1994 þar til hann sagði af sér embætti hinn 11. nóv. 1994. Þá eins og nú varðandi innanríkisráðherra og ráðuneyti hennar snérist umræðan meðal annars um minnisblað. En Ríkisendurskoðun hafði gefið út skýrslu um embættisfærslur Guðmundar Árna nokkrum dögum áður. Þegar Guðmundur Árni greindi frá afsögn sinni sagði hann skýrslu Ríkisendurskoðunar reyndar staðfesta í einu og öllu að stjórnsýsla hans hefði verið í samræmi við reglur og venjur. En mjög var herjað á Guðmund og Alþýðuflokkinn og það var stutt í kosningar. Ljóst er að við slíkar aðstæður hafa og munu mín mikilvægu störf sem mér hefur verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. Jafnframt er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkisstjórnina,“ sagði Guðmundur Árni á blaðamannafundi í gömlu Rúgbrauðsgerðinni hinn 11. Nóvember 1994. Daginn eftir afsögnina urðu ráðherraskipti á Bessastöðum þar sem Guðmundur Árni sat sinn síðasta ríkisráðsfund og Rannveig Guðmundsdóttir tók við af honum, þá áttundi ráðherrann frá Alþýðuflokknum í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Þegar Guðmundur Árni var spurður á hlaðinu á Bessastöðum að loknum ríkisráðsfundi hvað tæki nú við hjá honum, svaraði hann: „Lífið er nú ekki hætt og það byrjar ekki og endar á ráðherrastóli. Ég helli mér í þingstörfin og þau störf sem sannarlega fylgja því að vera varaformaður Alþýðuflokksins. Við erum að fara í kosningavetur. Það eru örfáir mánuðir til kosninga. Nú mun ég hella mér í undirbúning kosningabaráttunnar,“ sagði Guðmundur Árni á Bessastöðum. En hann sat á Alþingi í ellefu ár til viðbótar og lætur að störfum sem sendiherra Íslands í Washington um áramótin. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag frá því Guðmundur Árni Stefánsson gekk út af síðasta ríkisráðsfundi sínum á Bessastöðum eftir að hafa sagt af sér embætti félagsmálaráðherra daginn áður. Hann sagði þá að lífið héldi áfram eftir ráðherradóm og sat á þingi í ellefu ár til viðbótar áður en hann varð sendiherra í Washington. Guðmundur Árni Stefánsson var bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði á árunum1986-1993 þegar hann var kosinn á Alþingi. Hann var heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra frá júní 1993 og síðan félagsmálaráðherra júní 1994 þar til hann sagði af sér embætti hinn 11. nóv. 1994. Þá eins og nú varðandi innanríkisráðherra og ráðuneyti hennar snérist umræðan meðal annars um minnisblað. En Ríkisendurskoðun hafði gefið út skýrslu um embættisfærslur Guðmundar Árna nokkrum dögum áður. Þegar Guðmundur Árni greindi frá afsögn sinni sagði hann skýrslu Ríkisendurskoðunar reyndar staðfesta í einu og öllu að stjórnsýsla hans hefði verið í samræmi við reglur og venjur. En mjög var herjað á Guðmund og Alþýðuflokkinn og það var stutt í kosningar. Ljóst er að við slíkar aðstæður hafa og munu mín mikilvægu störf sem mér hefur verið trúað fyrir í félagsmálaráðuneytinu ekki njóta sannmælis og hugsanlega skaðast. Jafnframt er ljóst að Alþýðuflokkurinn hefur á sama hátt ekki hlotið sanngjarna umfjöllun. Það sama gildir að hluta um ríkisstjórnina,“ sagði Guðmundur Árni á blaðamannafundi í gömlu Rúgbrauðsgerðinni hinn 11. Nóvember 1994. Daginn eftir afsögnina urðu ráðherraskipti á Bessastöðum þar sem Guðmundur Árni sat sinn síðasta ríkisráðsfund og Rannveig Guðmundsdóttir tók við af honum, þá áttundi ráðherrann frá Alþýðuflokknum í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Þegar Guðmundur Árni var spurður á hlaðinu á Bessastöðum að loknum ríkisráðsfundi hvað tæki nú við hjá honum, svaraði hann: „Lífið er nú ekki hætt og það byrjar ekki og endar á ráðherrastóli. Ég helli mér í þingstörfin og þau störf sem sannarlega fylgja því að vera varaformaður Alþýðuflokksins. Við erum að fara í kosningavetur. Það eru örfáir mánuðir til kosninga. Nú mun ég hella mér í undirbúning kosningabaráttunnar,“ sagði Guðmundur Árni á Bessastöðum. En hann sat á Alþingi í ellefu ár til viðbótar og lætur að störfum sem sendiherra Íslands í Washington um áramótin.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira