Allar líkur sagðar á nýju umhverfismati Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Framkvæmdir hófust í október 2012 sem var umdeilt á þeim tíma. Mynd/Landvernd „Það eru allar líkur á að ráðist verði í nýtt umhverfismat. Við gerðum ráð fyrir þessu árið 2013 og færðum því áherslur okkar upp á Þeistareyki. Til skemmri tíma litið hefur þetta ekki neikvæð áhrif á uppbygginguna en við höfum skilning á því að farið sé varlega“, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar í Mývatnssveit verði endurgert. Skipulagsstofnun rökstyður niðurstöðu sína m.a. með því að frá því að eldra umhverfismatið var gert á árunum 2003 til 2004 hafi forsendur nýtingar breyst verulega; það sýni reynsla annarra jarðvarmavirkjana sem teknar hafa verið í notkun. Þá hafi ferðamönnum við Bjarnarflag fjölgað verulega og sérstök verndarákvæði séu í gildi á svæðinu sem þurfi að hafa í huga. Landvernd hefur lengi barist gegn virkjunarhugmyndum í Bjarnarflagi og í yfirlýsingu fagnar félagið ákvörðun Skipulagsstofnunar sem áfangasigri. Varúðarnálgun félagsins við virkjun í Bjarnarflagi hafi verið staðfest, og að nauðsynlegt sé að draga úr óvissu um áhrif virkjunarinnar. Það varði m.a. brennisteinsvetnismengun og áhrif hennar á heilsu fólks og mögulegar breytingar á innflæði næringarefna í Mývatn. Í september 2012 sendu Landvernd og Fuglavernd kvörtun til Ramsarskrifstofunnar vegna undirbúningsframkvæmda Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Í kjölfarið kom sendinefnd í opinbera skoðunarferð sumarið 2013. Skrifstofan sendi frá sér skýrslu í desember 2013 þar sem mælt var með því að endurgera umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar og að taka sérstakt tillit til samlegðaráhrifa frá mögulegri stækkun Kröfluvirkjunar. Hörður segir að hafa verði hugfast í þessu samhengi að Landsvirkjun hafi haft frumkvæði að því í október 2013 að óska eftir því við Skipulagsstofnun að athuga hvort endurtaka þyrfti vissa hluta umhverfismatsins frá 2004. Þá hafi fyrirtækið verið búið að ljúka ítarlegri greiningu á matinu og taldi að mögulega þyrfti að endurskoða ákveðna hluta þess. Bjarnarflag hafi verið metið í nýtingarflokk af 2. áfanga Rammaáætlunar og fékk þar góða umsögn, enda það svæði sem hefur elstu sögu jarðhitanýtingar á Íslandi. „Þegar við lögðum þetta fram þá gerðum við grein fyrir að nálguninni yrði breytt; í stað 90 megavatta virkjunar yrði farið í 45 megavatta virkjun. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að endurtaka skuli stærri hluta umhverfismatsins en við töldum, en þá er ljóst að stofnunin tekur ekki tillit til varfærnari uppbyggingar heldur gömlu áformanna um 90 megavatta virkjun og umhverfismats sem gerði ráð fyrir henni. En við höfðum vonast til að tekið yrði tillit til þess,“ segir Hörður sem bætir við að innan fyrirtækisins verði á næstu vikum farið yfir nýjar upplýsingar og ákveðið hver næstu skref verða. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Það eru allar líkur á að ráðist verði í nýtt umhverfismat. Við gerðum ráð fyrir þessu árið 2013 og færðum því áherslur okkar upp á Þeistareyki. Til skemmri tíma litið hefur þetta ekki neikvæð áhrif á uppbygginguna en við höfum skilning á því að farið sé varlega“, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar í Mývatnssveit verði endurgert. Skipulagsstofnun rökstyður niðurstöðu sína m.a. með því að frá því að eldra umhverfismatið var gert á árunum 2003 til 2004 hafi forsendur nýtingar breyst verulega; það sýni reynsla annarra jarðvarmavirkjana sem teknar hafa verið í notkun. Þá hafi ferðamönnum við Bjarnarflag fjölgað verulega og sérstök verndarákvæði séu í gildi á svæðinu sem þurfi að hafa í huga. Landvernd hefur lengi barist gegn virkjunarhugmyndum í Bjarnarflagi og í yfirlýsingu fagnar félagið ákvörðun Skipulagsstofnunar sem áfangasigri. Varúðarnálgun félagsins við virkjun í Bjarnarflagi hafi verið staðfest, og að nauðsynlegt sé að draga úr óvissu um áhrif virkjunarinnar. Það varði m.a. brennisteinsvetnismengun og áhrif hennar á heilsu fólks og mögulegar breytingar á innflæði næringarefna í Mývatn. Í september 2012 sendu Landvernd og Fuglavernd kvörtun til Ramsarskrifstofunnar vegna undirbúningsframkvæmda Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Í kjölfarið kom sendinefnd í opinbera skoðunarferð sumarið 2013. Skrifstofan sendi frá sér skýrslu í desember 2013 þar sem mælt var með því að endurgera umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar og að taka sérstakt tillit til samlegðaráhrifa frá mögulegri stækkun Kröfluvirkjunar. Hörður segir að hafa verði hugfast í þessu samhengi að Landsvirkjun hafi haft frumkvæði að því í október 2013 að óska eftir því við Skipulagsstofnun að athuga hvort endurtaka þyrfti vissa hluta umhverfismatsins frá 2004. Þá hafi fyrirtækið verið búið að ljúka ítarlegri greiningu á matinu og taldi að mögulega þyrfti að endurskoða ákveðna hluta þess. Bjarnarflag hafi verið metið í nýtingarflokk af 2. áfanga Rammaáætlunar og fékk þar góða umsögn, enda það svæði sem hefur elstu sögu jarðhitanýtingar á Íslandi. „Þegar við lögðum þetta fram þá gerðum við grein fyrir að nálguninni yrði breytt; í stað 90 megavatta virkjunar yrði farið í 45 megavatta virkjun. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að endurtaka skuli stærri hluta umhverfismatsins en við töldum, en þá er ljóst að stofnunin tekur ekki tillit til varfærnari uppbyggingar heldur gömlu áformanna um 90 megavatta virkjun og umhverfismats sem gerði ráð fyrir henni. En við höfðum vonast til að tekið yrði tillit til þess,“ segir Hörður sem bætir við að innan fyrirtækisins verði á næstu vikum farið yfir nýjar upplýsingar og ákveðið hver næstu skref verða.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira