Nýjasta myndband söngkonunnar Miley Cyrus vakti mikla athygli þegar það kom út í desember síðastliðinn, en myndbandið sýnir 21 árs söngkonuna í húðlituðum nærfötum.
Í myndbandinu sjáum við hana einnig taka sjálfa sig upp á myndavél, og velta sér upp úr sængurfötum áður en hún hefur búningaskipti og fer í bað, svo eitthvað sé nefnt.
Á Idolator er komin ný órafmögnuð útgáfu af laginu sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima og má nálgast hér.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Miley Cyrus syngur órafmagnað, en hún söng smellinn Summertime Sadness eftir Lönu Del Rey í The Live Lounge hjá BBC 1 á dögunum.

