Töskur með teikningum af Akureyri Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. október 2014 12:00 Ania hefur útfært teikningar sínar af Akureyri á töskur. Töskurnar fást í Flóru á Akureyri. Auðunn níelsson Grafíski hönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Ania Litvintseva sýnir um þessar mundir í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Línuteikningar hennar hafa vakið athygli en hún hefur útfært þær á töskur.Gilið Línuteikningar Aniu gefa skemmtilega mynd af bænum.mynd/aniaÉg flutti til Íslands fyrir rúmu ári og vinn sem jógakennari í líkamsræktarstöðinni Átaki á Akureyri. Ég er frá Austur-Síberíu, bjó nokkur ár í Kína, í nokkra mánuði á Indlandi og nokkur ár í Póllandi áður en ég útskrifaðist úr grafískri hönnun í Rússlandi árið 2010,“ segir listakonan Ania Litvintseva, en hún hefur vakið athygli fyrir teikningar sínar og myndlistarverk. Akureyri Ania segist fá innblástur frá umhverfinu og því sem ber fyrir augu á Akureyri.mynd/aniaÁ Akureyri má gjarnan sjá Aniu sitja á kaffihúsum og teikna en hún segist nýta sér kaffihúsin til að vinna og eldhúsborðið heima. „Ég á alveg eftir að koma mér upp vinnustofu,“ segir hún. Kaffihús Ania nýtir sér kaffihúsin til að vinna og teiknar þá gjarnan það sem fyrir augu ber.mynd/aniaSýning á verkum Aniu, 50 shades of red, stendur nú í Bergi, menningarhúsi á Dalvík þar sem umfjöllunarefni Aniu er rauðhært fólk. „Þetta er portrettsýning en ég hef líka verið að prenta teikningar á póstkort og á textíl. Mér finnst það mjög skemmtilegt og mín fyrsta textíllína er töskur með teikningum af Akureyri. Síðar er von á fleiri útgáfum,“ segir Ania. Hvaðan færðu innblástur? „Frá umhverfinu í kringum mig og öllu sem ber fyrir augu hér á Akureyri.“ Sýning Aniu í Bergi stendur til 28. október. Nánar má forvitnast um myndlist Aniu á: www.behance.net/ania_akureyri og á Facebook. Töskurnar fást í Flóru á Akureyri. Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Grafíski hönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Ania Litvintseva sýnir um þessar mundir í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Línuteikningar hennar hafa vakið athygli en hún hefur útfært þær á töskur.Gilið Línuteikningar Aniu gefa skemmtilega mynd af bænum.mynd/aniaÉg flutti til Íslands fyrir rúmu ári og vinn sem jógakennari í líkamsræktarstöðinni Átaki á Akureyri. Ég er frá Austur-Síberíu, bjó nokkur ár í Kína, í nokkra mánuði á Indlandi og nokkur ár í Póllandi áður en ég útskrifaðist úr grafískri hönnun í Rússlandi árið 2010,“ segir listakonan Ania Litvintseva, en hún hefur vakið athygli fyrir teikningar sínar og myndlistarverk. Akureyri Ania segist fá innblástur frá umhverfinu og því sem ber fyrir augu á Akureyri.mynd/aniaÁ Akureyri má gjarnan sjá Aniu sitja á kaffihúsum og teikna en hún segist nýta sér kaffihúsin til að vinna og eldhúsborðið heima. „Ég á alveg eftir að koma mér upp vinnustofu,“ segir hún. Kaffihús Ania nýtir sér kaffihúsin til að vinna og teiknar þá gjarnan það sem fyrir augu ber.mynd/aniaSýning á verkum Aniu, 50 shades of red, stendur nú í Bergi, menningarhúsi á Dalvík þar sem umfjöllunarefni Aniu er rauðhært fólk. „Þetta er portrettsýning en ég hef líka verið að prenta teikningar á póstkort og á textíl. Mér finnst það mjög skemmtilegt og mín fyrsta textíllína er töskur með teikningum af Akureyri. Síðar er von á fleiri útgáfum,“ segir Ania. Hvaðan færðu innblástur? „Frá umhverfinu í kringum mig og öllu sem ber fyrir augu hér á Akureyri.“ Sýning Aniu í Bergi stendur til 28. október. Nánar má forvitnast um myndlist Aniu á: www.behance.net/ania_akureyri og á Facebook. Töskurnar fást í Flóru á Akureyri.
Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira