Innlent

Litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli
Heilt yfir litið eru litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka á milli mánaða samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Helstu breytingarnar eru að fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst um rúm tvö prósentustig. Tæplega 28 prósent segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag.

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um tvö prósentustig og styðja 42 prósent þeirra sem tóku afstöðu ríkisstjórnina. Samkvæmt tilkynningu frá Gallup breytist fylgi annarra flokka á bilinu 0,0 – 0,5 prósent.

Rúmlega 18 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, tæp 15 prósent myndu kjósa Bjartar framtíð og rúm 13 prósent Framsóknarflokkinn.

Þá myndu tæp 13 prósent kjósa Vinstri græna, tæplega átta prósent Pírata og tæp sex prósent myndu kjósa aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi.

Þar að auki myndu tæp níu prósent skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og 13 prósent gáfu ekki upp afstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×