Útgáfa Dot Major er talsvert hægari en sú upprunalega og drungalegri eins og heyra má hér fyrir neðan.
Ásamt Dot í hljómsveitinni London Grammar eru Hannah Reid og Dan Rothman. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu, If You Wait, á síðasta ári sem hefur vakið gríðarlega lukku. Tískurisinn Dior notaði til að mynda lag sveitarinnar, Hey Now (J'adore Dior Remix by The Shoes) í auglýsingaherferð fyrir ilminn J'Adore í síðasta mánuði en stjarna herferðarinnar er leikkonan Charlize Theron.