Innlent

Krónprinshjónin halda norður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá heimsókn þeirra í Hellisheiðarvirkjun í gær. Með Ólafi, Viktoríu og Daníel er Elín Smáradóttir, lögfræðingur Orkuveitur Reykjavíkur.
Frá heimsókn þeirra í Hellisheiðarvirkjun í gær. Með Ólafi, Viktoríu og Daníel er Elín Smáradóttir, lögfræðingur Orkuveitur Reykjavíkur. VISIR/GVA
Opinber heimsókn sænsku krónprinshjónanna Viktoríu og Daníels heldur áfram í dag en þau leggja nú land undir fót og hefja daginn á hvalaskoðun undan ströndum Húsavíkur.

Með þeim í för verða íslensku forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímssong og Dorrit Moussaieff. Eftir bátsferðina ganga pörin ásamt forsætisráðherra og konu hans um bæinn og heilsa þar gestum og gangandi áður en þau snæða hádegisverð um klukkan tólf.

Því næst er ferð þeirra heitið að Mývatni þar sem þau munu berja Námaskarð augum, halda þau því næst áfram að Goðafossi þar sem þau munu spígspora um stund.



Í kjölfarið er stefnan sett á Akureyri þar sem efnt verður til málstofu í Háskólanum á Akureyri um málefni Norðurslóða. Í málstofunni verður sagt frá því starfi sem fer fram í bænum sem tengist Norðurskautsráðinu og rannsóknum á náttúru Norðurslóða.

Að málstofunni lokinni halda þau aftur til Reykjavíkur þar sem hinni formlegu heimsókn lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×