Tímabært að stytta vinnuvikuna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:02 Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998. Visir/anton „Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Atvinnulífið þarf að veita foreldrum nauðsynlegt svigrúm til að hugsa um fjölskylduna. Þess vegna fagna ég öllum tillögum sem komið hafa fram að undanförnu um styttingu vinnudagsins. Ýmsar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa stytt vinnudaginn. Við erum ekkert öðruvísi og hljótum að geta gert það líka. Það er klárlega börnunum okkar fyrir bestu að við séum ekki svona lengi í vinnunni,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bendir á að í mars síðastliðnum hafi meðalfjöldi unninna vinnustunda á Íslandi verið 41,3. „Yfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð eru að skoða styttingu vinnuvikunnar í 30 stundir í stað 40 klukkustunda. Litið er á þetta sem tilraunaverkefni sem gengur út á að skoða hvort Svíar nái mögulega betri árangri með styttri vinnudegi. Belgar og Hollendingar hafa nokkuð lengi unnið 30 klukkustunda vinnuviku að meðaltali og í Þýskalandi eru meðalstundir vinnuviku 35,“ greinir Hrefna frá. Hún tekur það fram að stytting vinnudagsins sé ekki bara löngu tímabær til þess að fjölskyldan geti varið meiri tíma saman, heldur einnig vegna þess að framleiðnin á Íslandi reynist ekki meiri þrátt fyrir langan vinnudag. „Þegar fólk veit að það hefur ekki allan daginn fram undan til að sinna verkefnunum þá gefur það kannski frekar í og frestar síður verkinu. Það skreppur kannski síður frá ef það veit að það þarf ekki að vera átta stundir í vinnunni eða lengur. Ég held líka að það sé manneskjunni ekki eðlilegt að vera svona lengi í vinnunni. Þetta er sameiginlegt verkefni allra hlutaðeigandi. Atvinnurekendur þurfa líka að skipuleggja starfsemina þannig að unnt sé að ljúka verki fyrr að deginum.“ Fjöldi þeirra barna sem dvelja á leikskólum í sjö til tíu klukkustundir á dag hefur margfaldast frá 1998, að sögn Hrefnu. „Þótt margir leikskólar séu góðir þá veltir maður því fyrir sér hvort það henti yngstu börnunum að vera svona lengi í leikskóla á hverjum degi.“ Hrefna leggur áherslu á að þetta sé í raun spurning um í hvernig samfélagi við viljum ala börnin okkar upp. „Foreldrar eru í sífelldu kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. Flestir foreldrar vinna fulla dagvinnu og margir hverjir talsverða yfirvinnu. Þegar vinnustundum hefur verið skilað á vinnustaðnum eru ótaldar vinnustundirnar sem inna þarf af hendi á heimilinu. Gæðastundir fjölskyldunnar verða því miður færri fyrir vikið.“
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira