Banks vill hitta Björk Baldvin Þormóðsson skrifar 19. júní 2014 11:00 Banks byrjaði að semja tónlist til þess að komast í gegnum skilnað foreldra sinna. vísir/getty Bandaríska tónlistarkonan Jillian Banks kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún fékk hljómborð gefins frá vinkonu sinni til þess að hjálpa henni í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún lýsir tónlistinni fyrir blaðamanni Fréttablaðsins sem friðarathvarfi þar sem hún getur sagt hvað sem hún vill. „Síðan ég byrjaði að spila þá hef ég litið á tónlist sem öruggan stað fyrir mig til þess að vera á.“ Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist söngkonan vera mjög þroskuð, hún notast ekki við samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter heldur lætur umboðsmann sinn sjá um það. Hins vegar er hún með sitt persónulega símanúmer skráð á Facebook-síðu sinni og segir aðdáendum bara að hringja, vilji þeir tala við hana. Blaðamaður hringdi og staðfesti að þetta væri hennar númer.„Ég reyni að svara eins mörgum og ég get,“ segir Banks. „Það fer að verða erfiðara en hver veit hvað gerist í framtíðinni, ég elska að tengja við fólk.“ Hin efnilega söngkona hefur aldrei áður komið til Íslands en segist ekki geta beðið eftir að koma. „Ég hef heyrt að Ísland sé einn fallegasti staður á jörðinni,“ segir Banks og bætir því við að henni þætti frábært að fá að hitta Björk og heyra Sigur Rós spila. Þegar minnst er á hið alræmda næturlíf Reykjavíkur hlær söngkonan og segist vanalega djamma of mikið. „En eins og næturlífinu hefur verið lýst fyrir mér þá hljómar það alveg mjög freistandi.“ Banks mun spila á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og segist vera mjög spennt fyrir því að koma fram. „Ég er samt spenntust fyrir því að sjá öll hin tónlistaratriðin.“ Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Jillian Banks kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún fékk hljómborð gefins frá vinkonu sinni til þess að hjálpa henni í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún lýsir tónlistinni fyrir blaðamanni Fréttablaðsins sem friðarathvarfi þar sem hún getur sagt hvað sem hún vill. „Síðan ég byrjaði að spila þá hef ég litið á tónlist sem öruggan stað fyrir mig til þess að vera á.“ Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist söngkonan vera mjög þroskuð, hún notast ekki við samfélagsmiðla á borð við Instagram og Twitter heldur lætur umboðsmann sinn sjá um það. Hins vegar er hún með sitt persónulega símanúmer skráð á Facebook-síðu sinni og segir aðdáendum bara að hringja, vilji þeir tala við hana. Blaðamaður hringdi og staðfesti að þetta væri hennar númer.„Ég reyni að svara eins mörgum og ég get,“ segir Banks. „Það fer að verða erfiðara en hver veit hvað gerist í framtíðinni, ég elska að tengja við fólk.“ Hin efnilega söngkona hefur aldrei áður komið til Íslands en segist ekki geta beðið eftir að koma. „Ég hef heyrt að Ísland sé einn fallegasti staður á jörðinni,“ segir Banks og bætir því við að henni þætti frábært að fá að hitta Björk og heyra Sigur Rós spila. Þegar minnst er á hið alræmda næturlíf Reykjavíkur hlær söngkonan og segist vanalega djamma of mikið. „En eins og næturlífinu hefur verið lýst fyrir mér þá hljómar það alveg mjög freistandi.“ Banks mun spila á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og segist vera mjög spennt fyrir því að koma fram. „Ég er samt spenntust fyrir því að sjá öll hin tónlistaratriðin.“
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira