Oddvitaáskorunin - Syngur eingöngu til að rýma hús 28. maí 2014 17:01 Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveitunga í Þingeyjarsveit. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Við Héraðsvötnin fyrr á árum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Við Héraðsvötnin fyrr á árum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira