Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:00 Þorsteinn Viglundsson Deila flugvallarstarfsmanna og Isavia er í hnút. Þriðja vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna var í morgun. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir enga efnislega innistæðu fyrir kröfugerð flugvallarstarfsmanna. Þeir krefjist mun meiri hækkunar en samið var um í desember á almenna markaðnum. „Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að hverfa frá þeirri línu sem var mörkuð þá,“ segir hann. Þorsteinn segir flugvallarstarfsmenn að meðaltali með um hálfa milljón á mánuði. Þeir krefjist 25,6 prósenta hækkunar á mánaðarlaunum, sem myndi þýða 120 til 130 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum á samningstímanum. „Það er ekkert í launaþróun þessa hóps á undanförnum misserum sem kallar á leiðréttingu. Kröfur þeirra eru óásættanlegar.“Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir að meðallaunin á bilinu 450-480 þúsund, með yfirvinnu, vaktaálagi og bílastyrkjum. Flugvallastarfsmenn fari fram á launaflokkahækkanir og prósentuhækkanir á launatöflu. „Við höfum látið reikna út að heildarkostnaður Isavia yrði 18 prósent á samningstímanum en við höfum rætt um að gera samning til 29 mánaða,“ segir hann. Það jafngildi 5 til 6 prósenta hækkun mánaðarlauna á tæplega tíu mánaða fresti út samningstímann. Þorsteinn segir flugvallarstarfsmenn með góð laun miðað við menntun. Öryggisverðir þurfi til dæmis bara að hafa lokið tveggja vikna námskeiði hjá Isavia. Þá hafi öryggisverðir á flugvöllum fengið 18 prósenta hækkun 2010 á sama tíma og aðrir starfsmenn hafi fengið 11 prósent. Kristján segir að það ár hafi tekist góðir samningar. Flugvallarstarfsmenn hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með næsta miðvikudegi, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Koma verði í ljós hvort stjórnvöld beiti lögbanni. „Ef ef þeir setja lög frestar það bara aðgerðum,“ segir hann. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Deila flugvallarstarfsmanna og Isavia er í hnút. Þriðja vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna var í morgun. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir enga efnislega innistæðu fyrir kröfugerð flugvallarstarfsmanna. Þeir krefjist mun meiri hækkunar en samið var um í desember á almenna markaðnum. „Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að hverfa frá þeirri línu sem var mörkuð þá,“ segir hann. Þorsteinn segir flugvallarstarfsmenn að meðaltali með um hálfa milljón á mánuði. Þeir krefjist 25,6 prósenta hækkunar á mánaðarlaunum, sem myndi þýða 120 til 130 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum á samningstímanum. „Það er ekkert í launaþróun þessa hóps á undanförnum misserum sem kallar á leiðréttingu. Kröfur þeirra eru óásættanlegar.“Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir að meðallaunin á bilinu 450-480 þúsund, með yfirvinnu, vaktaálagi og bílastyrkjum. Flugvallastarfsmenn fari fram á launaflokkahækkanir og prósentuhækkanir á launatöflu. „Við höfum látið reikna út að heildarkostnaður Isavia yrði 18 prósent á samningstímanum en við höfum rætt um að gera samning til 29 mánaða,“ segir hann. Það jafngildi 5 til 6 prósenta hækkun mánaðarlauna á tæplega tíu mánaða fresti út samningstímann. Þorsteinn segir flugvallarstarfsmenn með góð laun miðað við menntun. Öryggisverðir þurfi til dæmis bara að hafa lokið tveggja vikna námskeiði hjá Isavia. Þá hafi öryggisverðir á flugvöllum fengið 18 prósenta hækkun 2010 á sama tíma og aðrir starfsmenn hafi fengið 11 prósent. Kristján segir að það ár hafi tekist góðir samningar. Flugvallarstarfsmenn hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með næsta miðvikudegi, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Koma verði í ljós hvort stjórnvöld beiti lögbanni. „Ef ef þeir setja lög frestar það bara aðgerðum,“ segir hann.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira