Ingólfur á leið af Everestfjalli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. apríl 2014 11:01 Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði