Fimm milljón farþegar um Keflavík eftir fimm ár Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 19:06 Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Áætlað er að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verði orðnir fimm milljónir á ári á næstu fimm árum. Til að mæta gífurlegri fjölgun farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta í mannvirkjum og tækjum á flugvellinum fyrir níu milljarða króna á næstu tveimur árum. Í fyrra flugu 17 flugfélög til Íslands en farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um 15 til 19 prósent á ári í um eða yfir áratug. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia segir að gert sé ráð fyrir um 9 milljarða króna fjárfestingu á næstu tveimur árum til auka megi afköst flugvallarins. „Í fyrra fóru rúmlega 2,7 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár erum við að gera ráð fyrir 3,3 milljónum. Síðan er verið að horfa til fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið þar á eftir en svo er erfitt að spá fyrir um hvað verður á næstu árum þar á eftir,“ segir Friðþór. En þó gera áætlanir ráð fyrir að farþegafjöldinn verði kominn í um eða yfir fimm milljónir eftir um fimm ár, eða 15,6 sinnum íslensku þjóðina. Eru aðrir flugvellir með svona mikla fjölgun eins og Keflavíkurflugvöllur? „Nei, yfirleitt er það ekki. Það er þó til að maður sjái tölur eitthvað nærri þessu. En það er í mjög fáum tilvikum en þó hvergi í Evrópu eða hér í nágrenni við okkur. Það er þá á svæðum sem eru að byggjast mjög ört upp,“ segir Friðþór. Eitt stærsta verkefnið nú í vor og sumar felst í því að reisa viðbyggingu við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar og eru þær framkvæmdir að fara að hefjast. „Sem á að hýsa aðallega hlið þaðan sem rútur geta keyrt farþega frá flugstöðinni, að og frá fjarstæðum sem við köllum, það eru flugvélastæði handan við flughlaðið,“ segir Friðþór En þar munu bætast við fimm afgreiðsluhlið fyrir rútur. Áætlað er að taka nýju viðbygginguna í notkun sumarið 2016. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað flogið er til margra áfangastaða frá ekki stærra landi en Íslandi. En af þeim 18 flugfélögum sem munu gera út frá Keflavík í ár, er Icelandair enn stærst með 38 áfangastaði. En á undanförnum tveimur árum hafa fimm ný flugfélög hafið flug til Keflavíkur og nú nýlega tilkynnti breska lággjaldaflugfélagið Flybe að það hefji flug hingað frá Birmingham í Bretlandi í júní. Til að mæta þessum mikla fjölda er nú þegar hafin stækkun farangurskerfis flugstöðvarinnar sem mun tvöfalda afkastagetuna í sumar og fyrir dyrum standa gagngerar endurbætur á verslunar- og veitingasvæðinu sem lokið verður vorið 2015.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira