Verðmunur um 300 þúsund krónur Freyr Bjarnason skrifar 31. júlí 2014 07:00 Hjólreiðamenn á fullri ferð. Það kostar skildinginn að kaupa sér gott hjól og rétta fatnaðinn. Fréttablaðið/Daníel Sífellt fleiri hjólreiðamenn sjást á götum úti hér á landi og minna þeir stundum á keppendur í frönsku hjólreiðakeppninni Tour de France, klæddir skærum galla, með straumlínulagaðan hjálm og sólgleraugu. Vafalítið horfa sumir á þá með öfundaraugum og velta fyrir sér hvað kostar að hella sér út í sportið og hjóla langar vegalengdir með tilheyrandi búnaði. Jón Þór Skaftason, verslunarstjóri hinnar rótgrónu hjólreiðaverslunar Arnarins, segir að mikið sé um að fólk fari alla leið þegar það ákveður að gerast „alvöru“ hjóleiðafólk, í stað þess að kaupa sér einn og einn hlut til að byrja með. „Flestir kaupa sér nokkuð góðan startpakka og að sjálfsögðu bætist við hann síðar. Fólk kemur kannski eftir tvö ár og endurnýjar búnaðinn og fer í betri hjól. Þá er það búið að sanna fyrir sér að það komi til með að nota hjólið,“ segir Jón Þór, aðspurður. Hann bætir við að hér áður fyrr hafi ódýrari hjól selst í stóru upplagi en núna er öldin önnur. Fleiri kaupi vandaðri og dýrari hjól. „Fólk er ekki bara að kaupa sér hjól til að kaupa sér hjól heldur kaupir það hjól til að nota það.“ Flestir sem koma í verslunina og græja sig upp eru á aldrinum 30 til 50 ára. „Fólk er komið yfir gelgjuna. Það er búið að eiga bílinn og er aðeins farið að skoða hlutina öðruvísi, hvort sem það er að hugsa um hjólreiðar sem sport eða til að fara í vinnuna.“ Spurður hvort eitthvað eitt umfram annað sé í tísku á meðal hjólreiðamanna um þessar mundir segist hann ekki muna eftir neinu sérstöku. „En það er reyndar talsvert meira keypt af vandaðri og flottar hjálmum. Fólk pælir mikið í hvernig hjálma það er með.“Hvað kostar að græja sig upp? Verðmunurinn á ódýrari pakka hjá Erninum fyrir karlkyns hjólreiðamann með tilheyrandi fatnaði og dýrari pakka þar sem ekkert er til sparað.Ódýrari pakki Hybrid-hjól 149.990 kr. Hjálmur 6.990 kr. Lás 1.790 kr. Sólgleraugu 5.990 kr. Stuttar hjólabuxur 8.900 kr. Hjólatreyja 10.990 kr. Jakki 16.990kr. Skór 18.990kr. Hanskar 6.490 kr.Samtals 227.120 kr.Dýrari pakki Carborn Racer-hjól 329.990 kr. Hjálmur 29.990 kr. Lás 12.990 kr. Sólgleraugu 14.990 kr. Stuttar hjólabuxur 17.990 kr. Treyja 19.990 kr. Jakki 55.900 kr. Skór 32.990 kr. Hanskar 10.990 kr.Samtals 525.820 kr.Mismunur 298.700 kr Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Sífellt fleiri hjólreiðamenn sjást á götum úti hér á landi og minna þeir stundum á keppendur í frönsku hjólreiðakeppninni Tour de France, klæddir skærum galla, með straumlínulagaðan hjálm og sólgleraugu. Vafalítið horfa sumir á þá með öfundaraugum og velta fyrir sér hvað kostar að hella sér út í sportið og hjóla langar vegalengdir með tilheyrandi búnaði. Jón Þór Skaftason, verslunarstjóri hinnar rótgrónu hjólreiðaverslunar Arnarins, segir að mikið sé um að fólk fari alla leið þegar það ákveður að gerast „alvöru“ hjóleiðafólk, í stað þess að kaupa sér einn og einn hlut til að byrja með. „Flestir kaupa sér nokkuð góðan startpakka og að sjálfsögðu bætist við hann síðar. Fólk kemur kannski eftir tvö ár og endurnýjar búnaðinn og fer í betri hjól. Þá er það búið að sanna fyrir sér að það komi til með að nota hjólið,“ segir Jón Þór, aðspurður. Hann bætir við að hér áður fyrr hafi ódýrari hjól selst í stóru upplagi en núna er öldin önnur. Fleiri kaupi vandaðri og dýrari hjól. „Fólk er ekki bara að kaupa sér hjól til að kaupa sér hjól heldur kaupir það hjól til að nota það.“ Flestir sem koma í verslunina og græja sig upp eru á aldrinum 30 til 50 ára. „Fólk er komið yfir gelgjuna. Það er búið að eiga bílinn og er aðeins farið að skoða hlutina öðruvísi, hvort sem það er að hugsa um hjólreiðar sem sport eða til að fara í vinnuna.“ Spurður hvort eitthvað eitt umfram annað sé í tísku á meðal hjólreiðamanna um þessar mundir segist hann ekki muna eftir neinu sérstöku. „En það er reyndar talsvert meira keypt af vandaðri og flottar hjálmum. Fólk pælir mikið í hvernig hjálma það er með.“Hvað kostar að græja sig upp? Verðmunurinn á ódýrari pakka hjá Erninum fyrir karlkyns hjólreiðamann með tilheyrandi fatnaði og dýrari pakka þar sem ekkert er til sparað.Ódýrari pakki Hybrid-hjól 149.990 kr. Hjálmur 6.990 kr. Lás 1.790 kr. Sólgleraugu 5.990 kr. Stuttar hjólabuxur 8.900 kr. Hjólatreyja 10.990 kr. Jakki 16.990kr. Skór 18.990kr. Hanskar 6.490 kr.Samtals 227.120 kr.Dýrari pakki Carborn Racer-hjól 329.990 kr. Hjálmur 29.990 kr. Lás 12.990 kr. Sólgleraugu 14.990 kr. Stuttar hjólabuxur 17.990 kr. Treyja 19.990 kr. Jakki 55.900 kr. Skór 32.990 kr. Hanskar 10.990 kr.Samtals 525.820 kr.Mismunur 298.700 kr
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira