Innlent

„Ofsalega gaman að taka þátt í þessum mótum“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Liðsmenn Gullguttana í blíðviðrinu.
Liðsmenn Gullguttana í blíðviðrinu.
Sautjánda Ung­linga­lands­mót UMFÍ, sem haldið er á Sauðár­króki um versl­un­ar­manna­helg­ina, var sett með form­leg­um hætti að viðstöddu miklu fjöl­menni í gær­kvöld.

Þátt­tak­end­ur gengu fylktu liði inn á íþrótta­völl­inn en yfir 1.500 kepp­end­ur á aldr­in­um 11-18 ára taka þátt í mót­inu. Móts­hald­ar­ar bú­ast við að 10 þúsund gest­ir muni sækja mótið um helg­ina. Keppt er í 17 keppn­is­grein­um og hafa þær aldrei verið fleiri fram að þessu.

„Við vorum ákveðnir vinirnir að taka þátt í unglingalandsmótinu. Allir í liðinu æfa fótbolta á Selfossi svo það var ekki mikið mál að safna í lið undir merkjum Gull-Guttana. Við æfðum bara nokkuð vel fyrir mótið, komum nokkrum sinnum saman síðustu vikurnar fyrir mótið,“ sagði Þorsteinn Freyr Gunnarsson einn liðsmanna Gullguttanna eftir einn leik liðsins í morgun.

„Við ætlum að standa okkur vel á mótinu og höfum til þessa unnið alla leikina okkar. Markmiðið er að fara alla leið og ég held að við eigum góða möguleika. Flestir í liðinu hafa tekið þátt í unglingalandsmóti áður en við vorum á mótinu sem haldið var á Selfossi 2012 og einhverjir voru líka með á mótinu á Höfn í Hornafirði í fyrra.“

„Mér finnst ofsalega gaman að taka þátt í þessum mótum og svo er spennandi að hitta aðra krakka. Maður á örugglega eftir að taka þátt í unglingalandsmótum á meðan maður hefur aldur til,“ sagði Þorsteinn og hlakkaði mikið til næstu leikja liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×