Sagði eina konuna geðveika, aðra hafa framið sjálfsmorð og þriðju vera súludansmær Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 15:10 Fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins segir Gunnar Þorsteinsson reglulega saka fólk um svik. Vísir/GVA „Ég fæ bara sms boð um að það sé almenn herkvaðning í krossinum,“ sagði Björn Ingi Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins og einn þeirra sem bar vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Honum var gert að halda fræðslustund í Krossinum í kjölfar frétta sem birtust á vefmiðlinum Pressunni. Björn sagði Gunnar hafa sagt sér frá því að þrjár konur væru að bera hann sökum, ein þeirra væri geðveik, ein þeirra hafi framið sjálfsmorð eða dáið úr alnæmi og sú þriðja væri súludansmær. Björn sagði Gunnar reglulega bera á fólk, meðal annars sig sjálfan, að það væri svikult. „Ég á bágt með að gamall félagi skuli koma svona í bakið á mér. Að það sé spunninn slíkur vefur, það er með ólíkindum. Mér er blandað saman við fólk sem ég þekki ekki, hef ekki heilsað og ekki komið nálægt,“ sagði Björn og horfði á Gunnar, sem leit undan. Björn sagðist þó hafa reynt að koma málum í faglegan farveg en segir hann Gunnar hafa þvertekið fyrir það allan tímann. Björn bar undir hann þrettán ára gamla sögu frá konu sem kom til hans og leitaði aðstoðar. „Ég fékk þá bara yfir mig gusur og skammyrði og það endaði með því að ég þurfti að víkja frá,“ sagði Björn. Málið tengist ásökunum á hendur Gunnari, þess efnis að hann hafi áreitt sjö konur í Krossinum. Gunnar hefur ávallt haldið því fram að þessar ásakanir tengist pólitík og valdabaráttu í söfnuðinum og haldið fram sakleysi sínu. Pressan birti nokkrar fréttir af þessum ásökunum, sú fyrsta var 23. nóvember 2010 og krafðist Gunnar þess að vefmiðillinn drægi fréttirnar til baka en þáverandi ritstjóri, Steingrímur Sævarr Ólafsson sagði miðilinn standa við fréttirnar. Í kjölfar þessa kærði svo Gunnar. Aðalmeðferð málsins stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Ég fæ bara sms boð um að það sé almenn herkvaðning í krossinum,“ sagði Björn Ingi Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins og einn þeirra sem bar vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum. Honum var gert að halda fræðslustund í Krossinum í kjölfar frétta sem birtust á vefmiðlinum Pressunni. Björn sagði Gunnar hafa sagt sér frá því að þrjár konur væru að bera hann sökum, ein þeirra væri geðveik, ein þeirra hafi framið sjálfsmorð eða dáið úr alnæmi og sú þriðja væri súludansmær. Björn sagði Gunnar reglulega bera á fólk, meðal annars sig sjálfan, að það væri svikult. „Ég á bágt með að gamall félagi skuli koma svona í bakið á mér. Að það sé spunninn slíkur vefur, það er með ólíkindum. Mér er blandað saman við fólk sem ég þekki ekki, hef ekki heilsað og ekki komið nálægt,“ sagði Björn og horfði á Gunnar, sem leit undan. Björn sagðist þó hafa reynt að koma málum í faglegan farveg en segir hann Gunnar hafa þvertekið fyrir það allan tímann. Björn bar undir hann þrettán ára gamla sögu frá konu sem kom til hans og leitaði aðstoðar. „Ég fékk þá bara yfir mig gusur og skammyrði og það endaði með því að ég þurfti að víkja frá,“ sagði Björn. Málið tengist ásökunum á hendur Gunnari, þess efnis að hann hafi áreitt sjö konur í Krossinum. Gunnar hefur ávallt haldið því fram að þessar ásakanir tengist pólitík og valdabaráttu í söfnuðinum og haldið fram sakleysi sínu. Pressan birti nokkrar fréttir af þessum ásökunum, sú fyrsta var 23. nóvember 2010 og krafðist Gunnar þess að vefmiðillinn drægi fréttirnar til baka en þáverandi ritstjóri, Steingrímur Sævarr Ólafsson sagði miðilinn standa við fréttirnar. Í kjölfar þessa kærði svo Gunnar. Aðalmeðferð málsins stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 „Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41 Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 „Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
„Hann talar um að geirvörturnar séu brúnar og vildi fá smakk“ Ógnvænlegar lýsingar konu í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum gegn nokkrum aðilum. 20. maí 2014 14:41
Símhringingar og hótanir á talhólf Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari. 20. maí 2014 13:59
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50
„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Ritstjórn og blaðamenn Pressunnar töldu fréttnæmt að margar konur kæmu fram með ásakanir á hendur Gunnari í Krossinum. 20. maí 2014 13:42