Skorar á oddvita sinn að hlekkja sig við gröfu Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2014 13:15 Áslaug María Friðriksdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttur háðu hörkurimmu á Twitter þar til Halldór Halldórsson skakkaði leikinn Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent