Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2014 14:01 Myndbandið er áhrifaríkt. „Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“ Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Við neitum að gefast upp. Uppgjöf er ekki til í orðaforða íbúa Djúpavogs,“ segir Andrés Skúlason oddviti Djúpavogs. Sveitarstjórnin fer nýstárlegar leiðir til þess að vekja athygli á reiði íbúa sveitarfélagsins með ákvörðun stjórnar Vísis að færa fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur frá Djúpavogi. Sveitarstjórnin fékk tvo kvikmyndagerðarmenn, sem eru uppaldir á Djúpavogi, til þess að gera áhrifaríkt myndband sem má sjá hér að neðan. „Okkur fannst þetta vera heiður að fá að vinna þetta myndband,“ segir Skúli Andrésson, kvikmyndagerðarmaður og sonur Andrésar oddvita og heldur áfram: „Við viljum gera allt til að hjálpa okkar heimabyggð.“ Skúli rekur fyrirtækið Artic Projects, ásamt Sigurði Má Davíðssyni. Þeir félagar fóru austur á land til þess að taka upp myndbandið. „Við fengum þarna þrjá fallega sólardaga á Djúpavogi. Þetta var magnað.“Köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda Íbúar Djúpavogs vilja fá sambærilegan kvóta tilbaka frá stjórnvöldum, í skiptum fyrir þau verðmæti sem fara úr sveitarfélaginu. Í myndbandinu kemur fram að sjö prósent íbúa hyggist flytja til Grindavíkur, til þess að halda vinnunni sinni. Þetta þýði að beint tap sveitarfélagsins verði 200 milljónir og séu afleidd störf og aðrar tekjur teknar með inn í dæmið tapi það 400 milljónum. Þetta jafngildi 12 milljarða tapi fyrir Reykjavíkurborg, sé miðað við stærðarhlutföll. „Við köllum eftir viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnmálamennirnir neita að horfast í augu íbúana hér. Þeir neita að koma á Djúpavog og vilja bara funda í Reykjavík. Við viljum sýna þeim andlit fólksins, hverjir það eru sem eru að tapa á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir oddvitinn Andrés. Hann bætir við: „Markmiðið með útgáfu þessa myndbands af hálfu Djúpavogshrepps er að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um stöðu Djúpavogs og augljósra veikleika þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem að smærri byggðum landsins er ætlað að búa við. Kerfis sem vegur með óvægnum hætti að tilveru fólks í landinu með stuðningi stjórnvalda.“ Andrés segir að ekki sé við útgerðina að sakast, heldur stjórnmálamenn. „Þeir semja lögin. Útgerðin breytir ekki lögunum. Við vonum að þetta opni augu stjórnmálamanna og vekji þá til umhugsunar um þetta óvægna kerfi.“ Hann ítrekar að íbúarnir muni ekki gefast upp. „Við erum búin að prófa allt það hefðbundna. Nú er bara komið að óhefðbundnum leiðum. Íbúarnir eru algjörlega sameinaðir í þessu máli og við munum alls ekki gefast upp. Það er einfalt mál.“
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira