Stjórn RÚV skorar á þing að falla frá lækkun útvarpsgjalds Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2014 14:17 Útvarpshúsið. Stjórn Ríkisútvarpsins beinir því til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. Áskorun var fyrr í dag send á alla alþingismenn. Í tilkynningu frá stjórn RÚV segir að á undanförnum árum hafi framlög til stofnunarinnar ítrekað verið skorin niður, mikið verið hagrætt í starfseminni og dregið úr þjónustu. „Síðastliðið vor létu stjórn RÚV og nýir stjórnendur félagsins gera sjálfstæða úttekt á fjármálum félagsins. Niðurstaðan var sú að félagið er yfirskuldsett og er stærstur hluti skuldanna gamlar lífeyrissjóðsskuldbindingar. Þá blasir við að tekjur duga ekki fyrir þeirri þjónustu sem félagið veitir og grundvallast á útvarpslögum.“ Í tilkynningunni segir að í útvarpslögum séu skyldur lagðar á herðar Ríkisútvarpsins og þær nánar útlistaðar í þjónustusamningi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins. „Til að standa undir þjónustunni er í útvarpslögum gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjald sem landsmenn og lögaðilar greiða nú. Útvarpsgjaldið er 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið hefur á undanförnum árum tekið hluta útvarpsgjaldsins og nýtt í algerlega ótengd verkefni. Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ítrekað að samræmi verði að vera milli þeirrar þjónustu sem félaginu ber að veita og þeirra tekna sem félagið fær til að standa undir þjónustunni. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er á árinu 2014. Sú upphæð dugar til að standa undir starfseminni til framtíðar. Samhliða hafa stjórn RÚV og nýir stjórnendur unnið að eignasölu sem vonast er til að leysi uppsafnaðan skuldavanda félagsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu allar mun fjölmennari. Framlag hvers Íslendings til Ríkisútvarpsins er t.d. mun lægra en þegnar Bretlands og Noregs (BBC, NRK) greiða til sinna ríkisstöðva og sambærilegt því sem þegnar Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands (DR, YLE og SVT/SR) greiða til sinna ríkisstöðva. Nú stendur til að útvarpsgjaldið lækki um áramótin úr 19.400 kr niður í 17.800 kr og svo að útvarpsgjaldið lækki aftur að ári niður í 16.400 kr. Gangi þessar fyrirætlanir eftir blasir við stórfelld breyting á hlutverki, þjónustu og starfsemi Ríkisútvarpsins með stórtækari niðurskurðaraðgerðum en áður hafa sést hjá félaginu. Augljóst má vera að sú þjónusta sem Ríkisútvarpið veitir tæki stakkaskiptum við þessa breytingu með samdrætti á öllum sviðum. Þá er ljóst að áætlanir um úrbætur á tilteknum þáttum í starfseminni eru óframkvæmanlegar en nýir stjórnendur og stjórn hafa hug á að efla þjónustu við landsbyggðina, bjarga efni í Gullkistu Ríkisútvarpsins og gera aðgengilegt þjóðinni, efla framboð á vönduðu barnaefni á íslensku, leggja aukna áherslu á innlenda framleiðslu og bæta dreifikerfið um land allt. Ef það er vilji Alþingis að gjörbreyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breytingum á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka útvarpsgjald. Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Stjórn Ríkisútvarpsins beinir því til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. Áskorun var fyrr í dag send á alla alþingismenn. Í tilkynningu frá stjórn RÚV segir að á undanförnum árum hafi framlög til stofnunarinnar ítrekað verið skorin niður, mikið verið hagrætt í starfseminni og dregið úr þjónustu. „Síðastliðið vor létu stjórn RÚV og nýir stjórnendur félagsins gera sjálfstæða úttekt á fjármálum félagsins. Niðurstaðan var sú að félagið er yfirskuldsett og er stærstur hluti skuldanna gamlar lífeyrissjóðsskuldbindingar. Þá blasir við að tekjur duga ekki fyrir þeirri þjónustu sem félagið veitir og grundvallast á útvarpslögum.“ Í tilkynningunni segir að í útvarpslögum séu skyldur lagðar á herðar Ríkisútvarpsins og þær nánar útlistaðar í þjónustusamningi milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins. „Til að standa undir þjónustunni er í útvarpslögum gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjald sem landsmenn og lögaðilar greiða nú. Útvarpsgjaldið er 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið hefur á undanförnum árum tekið hluta útvarpsgjaldsins og nýtt í algerlega ótengd verkefni. Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ítrekað að samræmi verði að vera milli þeirrar þjónustu sem félaginu ber að veita og þeirra tekna sem félagið fær til að standa undir þjónustunni. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er á árinu 2014. Sú upphæð dugar til að standa undir starfseminni til framtíðar. Samhliða hafa stjórn RÚV og nýir stjórnendur unnið að eignasölu sem vonast er til að leysi uppsafnaðan skuldavanda félagsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu allar mun fjölmennari. Framlag hvers Íslendings til Ríkisútvarpsins er t.d. mun lægra en þegnar Bretlands og Noregs (BBC, NRK) greiða til sinna ríkisstöðva og sambærilegt því sem þegnar Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands (DR, YLE og SVT/SR) greiða til sinna ríkisstöðva. Nú stendur til að útvarpsgjaldið lækki um áramótin úr 19.400 kr niður í 17.800 kr og svo að útvarpsgjaldið lækki aftur að ári niður í 16.400 kr. Gangi þessar fyrirætlanir eftir blasir við stórfelld breyting á hlutverki, þjónustu og starfsemi Ríkisútvarpsins með stórtækari niðurskurðaraðgerðum en áður hafa sést hjá félaginu. Augljóst má vera að sú þjónusta sem Ríkisútvarpið veitir tæki stakkaskiptum við þessa breytingu með samdrætti á öllum sviðum. Þá er ljóst að áætlanir um úrbætur á tilteknum þáttum í starfseminni eru óframkvæmanlegar en nýir stjórnendur og stjórn hafa hug á að efla þjónustu við landsbyggðina, bjarga efni í Gullkistu Ríkisútvarpsins og gera aðgengilegt þjóðinni, efla framboð á vönduðu barnaefni á íslensku, leggja aukna áherslu á innlenda framleiðslu og bæta dreifikerfið um land allt. Ef það er vilji Alþingis að gjörbreyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breytingum á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka útvarpsgjald. Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Stjórn Ríkisútvarpsins beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að það standi vörð um Ríkisútvarpið með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira