Tíu prósent lifa biðina ekki af Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 14:05 Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. MYND/VÖLUNDUR JÓNSSON Um 250-300 manns eru á biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala Íslands. Biðtíminn eru þrír mánuðir að jafnaði. Ekki allir lifa þetta langan biðtíma af en um 10% deyja áður en biðtíma lýkur. Tækjaskortur og mannekla er ástæðan fyrir löngum biðtíma eftir hjartaþræðingu á Landspítala Íslands. „Það er algjörlega óásættanlegt að fólk þurfi að bíða í fleiri fleiri mánuði með hjartað í sér, vélina sína,“ segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. Ásgeir segir jafnframt að frá því að hann hóf störf hjá Hjartaheilum hafi hann afar sjaldan geta sagt að biðlistinn sé nánast enginn. Hann segir mikinn skort á læknum og tækjabúnaði valda þessari löngu bið. Hann segir heilbrigðiskerfið í algjörum niðurskurði og þrátt fyrir að það vanti bráðnauðsynlega hluti séu þeir ófáanlegir vegna peningaskorts. „Nú síðast í gær fékk ég símtal frá lækni sem var að óska eftir tæki. Bráðnauðsynlegu endurlífgunartæki.“ Með nýju tæki er hægt að stytta biðlistana og auka lífsgæði fjölda fólks sem nú býr við mikla óvissu. Rúmlega 700 manns deyja á ári hverju hér á landi af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og 50 til 70 börn fæðast árlega með hjartagalla. Hjartadeildin þarf nauðsynlega að eignast nýtt hjartaþræðingartæki en þar eru framkvæmdar um 200 aðgerðir í hverjum mánuði. Ásgeir segir það sjást á tölunum sem haldist hafa óbreyttar í fjölda ára að nú þurfi að gera róttækar breytingar. „Það er einn karl og ein kona á hverjum einasta degi sem látast af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og þetta er sá sjúkdómur sem leggur flesta af velli. Þjóðin er að eldast og lífstíllinn hefur gert það að verkum að fólk er að fá þetta fyrr.“ Hjartaheill stendur nú fyrir söfnun á nýju tæki og lýkur söfnuninni á morgun. Nýtt tæki kostar um 180 milljónir króna og enn töluvert í að sett markmið náist. Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar, en það er hægt með þrennum hætti: greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma, eða leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða.Styrktarsímanúmer: 907 1801 - 1000 kr. framlag 907 1803 - 3000 kr. framlag 907 1805 - 5000 kr. framlagReikningsnúmer: 0513 - 26 - 1600 kt: 511083 0369 Hægt er að kynna sér söfnunarátakið á heimasíðu Hjartaheilla. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Um 250-300 manns eru á biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala Íslands. Biðtíminn eru þrír mánuðir að jafnaði. Ekki allir lifa þetta langan biðtíma af en um 10% deyja áður en biðtíma lýkur. Tækjaskortur og mannekla er ástæðan fyrir löngum biðtíma eftir hjartaþræðingu á Landspítala Íslands. „Það er algjörlega óásættanlegt að fólk þurfi að bíða í fleiri fleiri mánuði með hjartað í sér, vélina sína,“ segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. Ásgeir segir jafnframt að frá því að hann hóf störf hjá Hjartaheilum hafi hann afar sjaldan geta sagt að biðlistinn sé nánast enginn. Hann segir mikinn skort á læknum og tækjabúnaði valda þessari löngu bið. Hann segir heilbrigðiskerfið í algjörum niðurskurði og þrátt fyrir að það vanti bráðnauðsynlega hluti séu þeir ófáanlegir vegna peningaskorts. „Nú síðast í gær fékk ég símtal frá lækni sem var að óska eftir tæki. Bráðnauðsynlegu endurlífgunartæki.“ Með nýju tæki er hægt að stytta biðlistana og auka lífsgæði fjölda fólks sem nú býr við mikla óvissu. Rúmlega 700 manns deyja á ári hverju hér á landi af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og 50 til 70 börn fæðast árlega með hjartagalla. Hjartadeildin þarf nauðsynlega að eignast nýtt hjartaþræðingartæki en þar eru framkvæmdar um 200 aðgerðir í hverjum mánuði. Ásgeir segir það sjást á tölunum sem haldist hafa óbreyttar í fjölda ára að nú þurfi að gera róttækar breytingar. „Það er einn karl og ein kona á hverjum einasta degi sem látast af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og þetta er sá sjúkdómur sem leggur flesta af velli. Þjóðin er að eldast og lífstíllinn hefur gert það að verkum að fólk er að fá þetta fyrr.“ Hjartaheill stendur nú fyrir söfnun á nýju tæki og lýkur söfnuninni á morgun. Nýtt tæki kostar um 180 milljónir króna og enn töluvert í að sett markmið náist. Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar, en það er hægt með þrennum hætti: greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma, eða leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða.Styrktarsímanúmer: 907 1801 - 1000 kr. framlag 907 1803 - 3000 kr. framlag 907 1805 - 5000 kr. framlagReikningsnúmer: 0513 - 26 - 1600 kt: 511083 0369 Hægt er að kynna sér söfnunarátakið á heimasíðu Hjartaheilla.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira