Ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 07:00 Jóhannes Harðarson þjálfar ÍBV næstu þrjú árin. Mynd/ÍBV Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson var ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann verður fimmti þjálfari ÍBV á jafnmörgum árum. „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna, sem voru aðeins tveimur stigum frá því að falla úr efstu deild í sumar. Jóhannes kemur til Eyjamanna frá Flöy í Noregi þar sem hann hefur þjálfað í C-deildinni í Noregi undanfarin fimm ár. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður, en hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með ÍA árin 1995 og 1996. Hann hélt utan í atvinnumennsku árið 2000 og hefur verið úti síðan.Leikmannamálin fyrst „Það er kannski rúm vika síðan við töluðum fyrst saman, en síðan þá hefur þetta gengið hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði Jóhannes við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær, og leikmannamálin eru það fyrsta sem hann mun fara yfir. „Fyrst þarf að fara vel yfir leikmannamálin og ganga frá lausum endum í sambandi við þá leikmenn sem eru hér, eru á förum og hugsanlega að koma,“ sagði hann og bætti við: „Ég þarf að fá eins góða mynd af því og hægt er. Eins þarf ég að skoða leikmenn og leiki frá því í sumar sem gefur mér mynd af því hvernig liðið hefur verið og hvernig það hefur verið skipað. Það er mikilvægast núna að fá það á hreint.“ Aðeins fylgst meðFór út árið 2000 Jóhannes hefur ekki komið að íslenskum fótbolta síðan hann fór út til Hollands sem atvinnumaður árið 2000, en hann segist hafa fylgst eins vel og mögulegt var með boltanum hér heima. „Eins vel og ég hef haft tök á. Ég hef reynt að fylgjast vel með, en það er takmarkað hvað maður sér af leikjum og getur fylgst með leikmönnum. En ég er með ágætis mynd í huganum af því hvernig styrkleikinn er.“ Dean Martin, sem var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, verður að öllum líkindum ekki Jóhannesi til aðstoðar. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara. „Nei, ekki beint. Við erum að skoða það og sjá hvað er í boði og hvernig við leysum það. Við byrjum á leikmannamálunum áður en við skoðum eitthvað annað.“ Spennandi að koma heim Jóhannes hefur dvalið lengi úti sem fyrr segir og það var ekkert sjálfsagt að koma heim eftir allan þennan tíma. Verkefnið hjá ÍBV var þó of spennandi til að hafna. „Það hefur blundað í manni í nokkur ár að flytja heim. Við erum náttúrulega búin að vera úti í 13-14 ár og búin að vera það lengi að það var ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur. Þær eru náttúrulega orðnar rótgrónar þar sem við bjuggum,“ sagði hann. „En þetta var það spennandi að okkur langaði að láta reyna á þetta þannig að vonandi endist þetta jafnlengi og samningurinn segir til um,“ sagði Jóhannes Harðarson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson var ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn. Hann verður fimmti þjálfari ÍBV á jafnmörgum árum. „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsi-deildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu Eyjamanna, sem voru aðeins tveimur stigum frá því að falla úr efstu deild í sumar. Jóhannes kemur til Eyjamanna frá Flöy í Noregi þar sem hann hefur þjálfað í C-deildinni í Noregi undanfarin fimm ár. Hann á að baki farsælan feril sem leikmaður, en hann vann tvo Íslandsmeistaratitla með ÍA árin 1995 og 1996. Hann hélt utan í atvinnumennsku árið 2000 og hefur verið úti síðan.Leikmannamálin fyrst „Það er kannski rúm vika síðan við töluðum fyrst saman, en síðan þá hefur þetta gengið hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði Jóhannes við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær, og leikmannamálin eru það fyrsta sem hann mun fara yfir. „Fyrst þarf að fara vel yfir leikmannamálin og ganga frá lausum endum í sambandi við þá leikmenn sem eru hér, eru á förum og hugsanlega að koma,“ sagði hann og bætti við: „Ég þarf að fá eins góða mynd af því og hægt er. Eins þarf ég að skoða leikmenn og leiki frá því í sumar sem gefur mér mynd af því hvernig liðið hefur verið og hvernig það hefur verið skipað. Það er mikilvægast núna að fá það á hreint.“ Aðeins fylgst meðFór út árið 2000 Jóhannes hefur ekki komið að íslenskum fótbolta síðan hann fór út til Hollands sem atvinnumaður árið 2000, en hann segist hafa fylgst eins vel og mögulegt var með boltanum hér heima. „Eins vel og ég hef haft tök á. Ég hef reynt að fylgjast vel með, en það er takmarkað hvað maður sér af leikjum og getur fylgst með leikmönnum. En ég er með ágætis mynd í huganum af því hvernig styrkleikinn er.“ Dean Martin, sem var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, verður að öllum líkindum ekki Jóhannesi til aðstoðar. Hann segist ekki vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara. „Nei, ekki beint. Við erum að skoða það og sjá hvað er í boði og hvernig við leysum það. Við byrjum á leikmannamálunum áður en við skoðum eitthvað annað.“ Spennandi að koma heim Jóhannes hefur dvalið lengi úti sem fyrr segir og það var ekkert sjálfsagt að koma heim eftir allan þennan tíma. Verkefnið hjá ÍBV var þó of spennandi til að hafna. „Það hefur blundað í manni í nokkur ár að flytja heim. Við erum náttúrulega búin að vera úti í 13-14 ár og búin að vera það lengi að það var ekkert sjálfgefið að flytja heim með þrjár stelpur. Þær eru náttúrulega orðnar rótgrónar þar sem við bjuggum,“ sagði hann. „En þetta var það spennandi að okkur langaði að láta reyna á þetta þannig að vonandi endist þetta jafnlengi og samningurinn segir til um,“ sagði Jóhannes Harðarson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira