Kristinn Rúnar Jónsson, sem hefur þjálfað U19 ára landslið karla í knattspyrnu undanfarin átta ár, verður næsti þjálfari Fram, samkvæmt heimildum Vísis.
Þetta verður tilkynnt síðar í dag, en Framarar hafa verið í þjálfaraleit síðan BjarniGuðjónsson lét af störfum í síðustu viku. Hann féll með liðið úr Pepsi-deildinni á sínu fyrsta ári.
Samkvæmt heimildum Vísis ætluðu Framarar að ráða AðalsteinAðalsteinsson, þjálfara 2. flokks félagsins, í síðustu viku en snerist hugur þegar fréttir um það fóru að leka út. Aðalsteinn verður þó mögulega Kristni til aðstoðar.
Kristinn spilaði allan sinn meistaraflokksferil með Fram og þá hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri félagsins undanfarin ár.
Kristinn þjálfaði ÍBV í efstu deild árið 2000 og Fram 2001-2003 áður en hann tók við starfi landsliðsþjálfara U19.
Kristinn Rúnar tekur við Fram

Tengdar fréttir

Jóhannes Karl farinn frá Fram
Aðilar komust að samkomulagi um riftun samningsins í gær.

Bjarni hættur hjá Fram
Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins.

Bjarni hættir og Aðalsteinn tekur við
Aðalsteinn Aðalsteinsson verður nýr þjálfari Fram.

Flóttinn úr Safamýri: „Það er enginn skjálfti í okkur“
"Ég gerði þetta öðruvísi þegar ég var sjálfur leikmaður,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram.