Auk beinna útsendinga frá keppnum í Meistaradeildinni verða sendir út samantektarþættir, spjallað um hesta, spáð í spilin og gamansögur sagðar. Að auki verða þættir um KS deildina á Norðurlandi, keppni á ís og fleira.
„Ég hef fengist við ótal frábær verkefni hér á Stöð 2 en hygg að þetta toppi allt annað, í skemmtilegheitum í það minnsta,“ segir Telma kampakát.
Hér má sjá hvernig dagskránni verður háttað á Stöð 2 Sport:
- 23. jan. Fjórgangur (BEINT)
- 30. jan. Samantekt og spjall
- 6. feb. Gæðingafimi (BEINT)
- 13. feb. Samantekt og spjall
- 20. feb. Fimmgangur (BEINT)
- 27. feb. Samantekt og spjall
- 6. mars Tölt (BEINT)
- 13. mars Samantekt og spjall
- 22. mars Skeiðgreinar úti
- 27. mars Samantekt og spjall
- 4. apríl Slaktaumatöltið, lokahátíð (BEINT)
- 10. apríl Samantekt og spjall