Innlent

Hóteláform lögð til hliðar og Nasa verði endurreist

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Ég er ánægður ef þetta leiðir til þess að ég geti aftur farið að sækja tónleika á Nasa,“ segir Dagur.
"Ég er ánægður ef þetta leiðir til þess að ég geti aftur farið að sækja tónleika á Nasa,“ segir Dagur. vísir/gva
Komnir eru nýir eigendur að húsunum á Landsímareitnum, en þar var meðal annars skemmtistaðurinn Nasa til húsa. Eigendaskiptin áttu sér nokkurn aðdraganda en gengu í gegn í vikunni. Eigendurnir eru þau Ólafur Björnsson og Elín Ólafsdóttir. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Dagur segir að hóteláform á reitnum verði lögð til hliðar að sinni á meðan kannaðir eru nýir möguleikar á annarri notkun húsnæðisins. Til standi að endurreisa Nasa sem lifandi tónleikastað og að auglýst verði eftir áhugasömum rekstraraðilum á næstunni. Þá segir hann að næstu skref verði mótuð af hálfu nýrra eigenda í samráði við hagsmunaaðila. Áfram verði stefnt að endurgerð húsanna sem snúi að Ingólfstorgi, en að þau eigi að halda sér samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.

Borgarstjórinn segist vera spenntur fyrir næstu skrefum. „Ég er ánægður ef þetta leiðir til þess að ég geti aftur farið að sækja tónleika á Nasa og vonandi tekst að auka líf á þessum reit og gera húsunum sem á honum standa til góða. Það er löngu tímabært,“ segir Dagur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×