„Furðulegasta viðtal sem ég hef farið í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2014 08:20 Sigmundur Davíð í viðtalinu síðastliðinn sunnudag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður. Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður.
Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01