„Furðulegasta viðtal sem ég hef farið í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2014 08:20 Sigmundur Davíð í viðtalinu síðastliðinn sunnudag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður. Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður.
Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01