Ómega-3 fitusýra getur bætt hegðunartruflanir barna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. október 2014 12:00 Lax. Mikilvægt er að hafa feitan fisk í matinn að minnsta kosti einu sinni í viku eða sem álegg. NORDICPHOTOS/GETTY Samhengi er á milli aukinnar inntöku ómega-3 fitusýru og bættrar hegðunar barna með hegðunarvanda. Þetta sýna niðurstöður nýrrar, bandarískrar rannsóknar sérfræðinga við Háskólann í Pennsylvaníu, að því er greint er frá í ritinu The Journal of Child Psychology and Psychiatry. Þar segir að í öðrum rannsóknum sem sýnt hafi fram á svipaðar niðurstöður hafi börnunum ekki verið gefin ómega-3 fitusýra í jafnlangan tíma, það er að segja í sex mánuði. Í fyrri rannsóknum hafi heldur ekki verið fylgst jafnlengi með börnunum eftir að inntöku lauk. Á fréttavef Verdens Gang er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Adrian Riane, að það sé mat sérfræðinganna að niðurstöðurnar gefi nýja sýn á hvaða meðferðum eigi að beita við líffræðilegum truflunum sem valda hegðunarvanda hjá sumum börnum. Um 200 börn á aldrinum 8 til 16 ára tóku þátt í rannsókninni og var slembiraðað í hópa þannig að enginn vissi hver fengu lyfleysu og hver fengu eitt gramm af ómega-3 fitusýru í ávaxtasafa á dag. Um var að ræða drykk framleiddan af norska fyrirtækinu Smartfish sem tók þátt í fjármögnun rannsóknarinnar. Börnin urðu rólegri og ekki jafn árásargjörn. Fyrrverandi lyfjafræðiprófessor við Háskólann í Oxford á Englandi, David Smith, segir í viðtali við Verdens Gang sérlega áhugavert að áhrifin af inntöku fitusýrunnar hafi verið mest sex mánuðum eftir að tilrauninni lauk. Samhengi hafi verið að miklu leyti milli bættrar hegðunar barnanna og breytts viðmóts foreldra. Það sýni fram á langtímaáhrif ómega-3 fitusýru og að breyting á hegðun barnanna breyti einnig viðmóti foreldranna. Smith segir strax þörf á frekari rannsóknum. Verði niðurstöðurnar þær sömu geti félagslegu áhrifin orðið mikilvæg. Bryndís Eva Birgisdóttir, doktor í næringarfræði, segir niðurstöður nýju rannsóknarinnar spennandi og að þær styðji við fyrri rannsóknir í þessu efni. „Mörgum spurningum er samt ósvarað. Það þarf til dæmis betri hugmynd um magn og hvort nauðsynlegt sé að taka aukabætiefni eða hvort það magn sem er að finna í heilsusamlegum mat og lýsi sé nóg. Í næringunni er mikilvægt að huga að jafnvæginu og finna hæfilegt magn. Alls óvíst er hvort mikið magn geri meira gagn nema síður sé. Það þarf að skoða frekar. Það má líka minna á að það er ekki nóg að einblína bara á eitt efni. Heilsusamlegur matur skapar vel nærðan einstakling sem er líklegri til að líða vel.“ Hún segir mikilvægt að hafa feitan fisk að minnsta kosti einu sinni í viku í matinn eða sem álegg. „Hnetur og fræ eru einnig mikilvæg fæða. Svo er gott að taka inn bætiefni á hverjum degi sem einnig gefa D-vítamín svo sem Krakkalýsi sem er hollt og gott fyrir öll börn. Í einni teskeið af Krakkalýsi er til dæmis 1 gramm af ómega-3.“Matur sem er ríkur af ómega-3 fitusýru 1. Feitur fiskur, t. d. lax, silungur, síld, makríll og sardínur. 2. Kaldpressuð repjuolía. 3. Valhnetur, hörfræ. 4. Lýsi. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Samhengi er á milli aukinnar inntöku ómega-3 fitusýru og bættrar hegðunar barna með hegðunarvanda. Þetta sýna niðurstöður nýrrar, bandarískrar rannsóknar sérfræðinga við Háskólann í Pennsylvaníu, að því er greint er frá í ritinu The Journal of Child Psychology and Psychiatry. Þar segir að í öðrum rannsóknum sem sýnt hafi fram á svipaðar niðurstöður hafi börnunum ekki verið gefin ómega-3 fitusýra í jafnlangan tíma, það er að segja í sex mánuði. Í fyrri rannsóknum hafi heldur ekki verið fylgst jafnlengi með börnunum eftir að inntöku lauk. Á fréttavef Verdens Gang er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Adrian Riane, að það sé mat sérfræðinganna að niðurstöðurnar gefi nýja sýn á hvaða meðferðum eigi að beita við líffræðilegum truflunum sem valda hegðunarvanda hjá sumum börnum. Um 200 börn á aldrinum 8 til 16 ára tóku þátt í rannsókninni og var slembiraðað í hópa þannig að enginn vissi hver fengu lyfleysu og hver fengu eitt gramm af ómega-3 fitusýru í ávaxtasafa á dag. Um var að ræða drykk framleiddan af norska fyrirtækinu Smartfish sem tók þátt í fjármögnun rannsóknarinnar. Börnin urðu rólegri og ekki jafn árásargjörn. Fyrrverandi lyfjafræðiprófessor við Háskólann í Oxford á Englandi, David Smith, segir í viðtali við Verdens Gang sérlega áhugavert að áhrifin af inntöku fitusýrunnar hafi verið mest sex mánuðum eftir að tilrauninni lauk. Samhengi hafi verið að miklu leyti milli bættrar hegðunar barnanna og breytts viðmóts foreldra. Það sýni fram á langtímaáhrif ómega-3 fitusýru og að breyting á hegðun barnanna breyti einnig viðmóti foreldranna. Smith segir strax þörf á frekari rannsóknum. Verði niðurstöðurnar þær sömu geti félagslegu áhrifin orðið mikilvæg. Bryndís Eva Birgisdóttir, doktor í næringarfræði, segir niðurstöður nýju rannsóknarinnar spennandi og að þær styðji við fyrri rannsóknir í þessu efni. „Mörgum spurningum er samt ósvarað. Það þarf til dæmis betri hugmynd um magn og hvort nauðsynlegt sé að taka aukabætiefni eða hvort það magn sem er að finna í heilsusamlegum mat og lýsi sé nóg. Í næringunni er mikilvægt að huga að jafnvæginu og finna hæfilegt magn. Alls óvíst er hvort mikið magn geri meira gagn nema síður sé. Það þarf að skoða frekar. Það má líka minna á að það er ekki nóg að einblína bara á eitt efni. Heilsusamlegur matur skapar vel nærðan einstakling sem er líklegri til að líða vel.“ Hún segir mikilvægt að hafa feitan fisk að minnsta kosti einu sinni í viku í matinn eða sem álegg. „Hnetur og fræ eru einnig mikilvæg fæða. Svo er gott að taka inn bætiefni á hverjum degi sem einnig gefa D-vítamín svo sem Krakkalýsi sem er hollt og gott fyrir öll börn. Í einni teskeið af Krakkalýsi er til dæmis 1 gramm af ómega-3.“Matur sem er ríkur af ómega-3 fitusýru 1. Feitur fiskur, t. d. lax, silungur, síld, makríll og sardínur. 2. Kaldpressuð repjuolía. 3. Valhnetur, hörfræ. 4. Lýsi.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira