Innlent

Slökkvilið farið af staðnum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mikinn reyk lagði frá húsinu.
Mikinn reyk lagði frá húsinu. Vísir/Samúel
Slökkvilið hefur yfirgefið Hjallahraunið í Hafnarfirði þar sem tilkynnt var um eld í kvöld. Mikið tjón er eftir eldinn þar sem eldsupptök voru en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði tókst að halda honum frá því að breiðast í önnur fyrirtæki en þar sem hann kviknaði, í Smurning.is að öllum líkindum.

Eldurinn varð ekki mikill en reykur var töluverður og barst í næstu bil í húsasamstæðunni. Eldurinn fór snöggt af stað með sprengingu. Ekki er vitað hvað olli henni.

Eldurinn náði að kafna að hluta vegna súrefnisskorts sem hjálpaði slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum hans. Engin starfsemi var í húsinu þegar eldurinn hófst og var húsið því mannlaust. 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×