Innlent

Eldur í iðnaðarhúsnæði: Tilkynnt um sprengingu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Slökkvilið er í Hafnarfirði.
Slökkvilið er í Hafnarfirði. Vísir/Samúel
Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað að Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði en eldur brennur nú í iðnaðarhúsnæði við götuna. Tilkynnt var um sprengingu í húsinu rétt áður en eldsins varð vart. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er talið að fyrirtækið sem brenni heiti Smurning.is. Engin starfsemi var í húsinu þegar eldurinn hófst og er því húsið talið mannlaust. Lögregla hefur girt svæðið af og stýrir aðgerðum. Reykkafarar voru sendir inn í húsið.

Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum og er hann nú bundinn við eitt bil í húsinu og fer minnkandi. Gríðarlega mikið af dýrum tækjum er í húsnæðinu. Allt tiltækt lið er á staðnum. Í Hjallahrauni 4 eru fleiri fyrirtæki en Smurning.is, til að mynda Sólning, Bifreið.is og Aðalskoðun hf. 

Ekki er meira vitað um málið að svo stöddu. Nánari upplýsingar berast síðar og verður fréttin uppfærð eftir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×