Gafst upp á sorphirðufyrirtæki sem nær ekki í ruslið og fer með það sjálfur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2014 07:45 Ábúandinn á Fagrabakka starfar á Hvolsvelli og er nú farinn að kippa heimilissorpinu með þangað. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er með ólíkindum hversu mikið langlundargerð sveitarstjóri og stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu virðast hafa gagnvart síendurteknum brotum verktakans á verksamningi,“ segir Guðmundur Svavarsson á Fagrabakka í bréfi til Rangárþings eystra. Í bréfinu rekur Guðmundur það sem hann segir vera ítrekaða vanrækslu sorphirðuverktakans Gámakó (Gámaþjónustunnar) á að uppfylla samninga við Sorpstöðina gagnvart heimili hans á Fagrabakka.Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri Rangárþings eystra.Fréttablaðið/VilhelmFær borgað en nær ekki í ruslið „Nú er staðan sú að sorphirðuverktaki hefur ekki fjarlægt sorp frá heimilu mínu síðan í byrjun júlí,“ segir Guðmundur í bréfi sínu og kveður þetta vera stöðuna þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarstjórans, Ísólfs Gylfa Pálmasonar, um að sveitarfélagið vildi gera allt sem í þess valdi stæði til að koma málinu í lag. „Sveitarfélagið innheimtir sorphirðugjöld af íbúum og greiðir sorphirðuverktaka athugasemdalaust fyrir þjónustu sem ekki er veitt. Því miður virðist frammistaða verktakans gagnvart heimilinu á Fagrabakka ekkert einsdæmi því undirrituðum er kunnugt um að víða í sveitarfélaginu eru sorphirðumál í ólagi, jafnvel við stofnanir sveitarfélagsins sjálfs,“ fullyrðir Guðmundur.Elías Ólafsson hjá Gámaþjónustunni.Lokað hlið ekki afsökun Ísólfur Gylfi sveitarstjóri segir Guðmund hafa nokkuð til síns máls. Skýringin felist að hluta til í óskráðri reglu um að sorpbílar fari ekki um lokuð hlið svo verkið gangi greiðlega. Þetta telur Guðmundur misskilning. „Ekkert í samningi verktaka eða útboðsgögnum segir að verktaka sé frjálst að bregðast skyldum sínum þurfi hann að opna hlið. Auk þess skal bent á að ítrekað hafa sorpílát ekki verið tæmd, jafnvel þótt hlið standi opið,“ segir ábúandinn á Fagrabakka. Hann er búinn að skila sorptunnunum og ekur sjálfur sínu sorpi á gámavöll á Hvolsvelli eins og hann stakk upp á að fyrirkomulagið yrði gegn því að hann þyrfti ekki að greiða sorphirðugjöld. „Þessi lausn er millileikur en við ætlum að ræða við Gámaþjónustuna til að fá yfirsýn yfir framkvæmdina,“ segir Ísólfur Gylfi.Gámaþjónustan Sinnir sorphirðu fyrir þrjú sveitarfélög sem eiga Sorpstöð Rangárvallasýslu.Fréttablaðið/ErnirTæma ekki horfnar tunnur Elías Ólafsson hjá Gámaþjónustunni segir það hafa farist fyrir hjá afleysingamönnum að losa tunnur á Fagrabakka. „Var þá kvartað yfir því sem von var og báðumst við velvirðingar,“ segir Elías. Eftir það hafi verið losað á Fagrabakka með eðlilegum hætti í nokkrar vikur. „Þá brá svo við að tunnurnar hurfu og tilkynnti starfsmaður okkar það til sveitarfélagsins. Síðan þá er okkur erfitt um vik að losa tunnurnar sem vonlegt er. Um leið og tunnurnar verða aftur settar á viðeigandi stað mun ekki standa á okkar starfsmönnum að losa þær,“ segir Elías Ólafsson. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Það er með ólíkindum hversu mikið langlundargerð sveitarstjóri og stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu virðast hafa gagnvart síendurteknum brotum verktakans á verksamningi,“ segir Guðmundur Svavarsson á Fagrabakka í bréfi til Rangárþings eystra. Í bréfinu rekur Guðmundur það sem hann segir vera ítrekaða vanrækslu sorphirðuverktakans Gámakó (Gámaþjónustunnar) á að uppfylla samninga við Sorpstöðina gagnvart heimili hans á Fagrabakka.Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri Rangárþings eystra.Fréttablaðið/VilhelmFær borgað en nær ekki í ruslið „Nú er staðan sú að sorphirðuverktaki hefur ekki fjarlægt sorp frá heimilu mínu síðan í byrjun júlí,“ segir Guðmundur í bréfi sínu og kveður þetta vera stöðuna þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarstjórans, Ísólfs Gylfa Pálmasonar, um að sveitarfélagið vildi gera allt sem í þess valdi stæði til að koma málinu í lag. „Sveitarfélagið innheimtir sorphirðugjöld af íbúum og greiðir sorphirðuverktaka athugasemdalaust fyrir þjónustu sem ekki er veitt. Því miður virðist frammistaða verktakans gagnvart heimilinu á Fagrabakka ekkert einsdæmi því undirrituðum er kunnugt um að víða í sveitarfélaginu eru sorphirðumál í ólagi, jafnvel við stofnanir sveitarfélagsins sjálfs,“ fullyrðir Guðmundur.Elías Ólafsson hjá Gámaþjónustunni.Lokað hlið ekki afsökun Ísólfur Gylfi sveitarstjóri segir Guðmund hafa nokkuð til síns máls. Skýringin felist að hluta til í óskráðri reglu um að sorpbílar fari ekki um lokuð hlið svo verkið gangi greiðlega. Þetta telur Guðmundur misskilning. „Ekkert í samningi verktaka eða útboðsgögnum segir að verktaka sé frjálst að bregðast skyldum sínum þurfi hann að opna hlið. Auk þess skal bent á að ítrekað hafa sorpílát ekki verið tæmd, jafnvel þótt hlið standi opið,“ segir ábúandinn á Fagrabakka. Hann er búinn að skila sorptunnunum og ekur sjálfur sínu sorpi á gámavöll á Hvolsvelli eins og hann stakk upp á að fyrirkomulagið yrði gegn því að hann þyrfti ekki að greiða sorphirðugjöld. „Þessi lausn er millileikur en við ætlum að ræða við Gámaþjónustuna til að fá yfirsýn yfir framkvæmdina,“ segir Ísólfur Gylfi.Gámaþjónustan Sinnir sorphirðu fyrir þrjú sveitarfélög sem eiga Sorpstöð Rangárvallasýslu.Fréttablaðið/ErnirTæma ekki horfnar tunnur Elías Ólafsson hjá Gámaþjónustunni segir það hafa farist fyrir hjá afleysingamönnum að losa tunnur á Fagrabakka. „Var þá kvartað yfir því sem von var og báðumst við velvirðingar,“ segir Elías. Eftir það hafi verið losað á Fagrabakka með eðlilegum hætti í nokkrar vikur. „Þá brá svo við að tunnurnar hurfu og tilkynnti starfsmaður okkar það til sveitarfélagsins. Síðan þá er okkur erfitt um vik að losa tunnurnar sem vonlegt er. Um leið og tunnurnar verða aftur settar á viðeigandi stað mun ekki standa á okkar starfsmönnum að losa þær,“ segir Elías Ólafsson.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira