Gefur Beyoncé út nýja plötu eftir tíu daga? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 15:00 vísir/getty Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það. Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Söngkonan Beyoncé kom aðdáendum sínum í opna skjöldu þegar hún gaf út sína fimmtu stúdíóplötu, Beyoncé, þann 13. desember á síðasta ári á iTunes. Enginn nema hennar nánustu vissu af þessari óvæntu plötuútgáfu en platan seldist í rúmlega átta hundruð þúsund eintökum fyrstu þrjá dagana á iTunes. Platan hefur selst í meira en fimm milljón eintaka á heimsvísu. Nú þegar styttist í eins árs afmæli þessa óvænta viðburðar hafa sögusagnir farið á kreik að Beyoncé ætli að endurtaka leikinn. Dularfull mynd sem hefur farið víða á netinu ýtir enn fremur undir þessar sögur. Á myndinni sést það sem virðist vera útgáfusamningur frá Parkwood Entertainment og Columbia Records um plötuna Beyoncé - Self Titled - Volume 2. Samkvæmt myndinni ætti nýja platan að koma út föstudaginn 14. nóvember á iTunes.Plaggið fræga.Þá stendur einnig á plagginu að fjölmargir listamenn muni heyrast á plötunni, þar á meðal Drake, Jay Z, Nicki Minaj, Justin Timberlake, Rihanna, Frank Ocean og dóttir Beyoncé og Jay Z, Blue Ivy. Svo virðist sem um sé að ræða lúxusútgáfu af plötunni Beyoncé með ellefu nýju lögum, þar á meðal endurhljóðblöndun af laginu Flawless með Nicki Minaj. Þeir sem kaupa geisladiskinn uppá gamla mátann, sem kemur út mánudaginn 25. nóvember, fá einnig DVD-disk með 28 tónlistarmyndböndum og myndbrotum úr tónleikaferðalagi söngkonunnar. Ekki er ljóst hvort plaggið sem gengið hefur manna á milli er falsað eður ei og hefur Beyoncé sjálf ekki tjáð sig um það.
Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira