Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2014 18:45 Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning, helling af fögrum steinum, sem koma með útgreftrinum. Göngin koma milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og verða sjö og hálfur kílómetri á lengd. Eitt ár er liðið um þessar mundir frá fyrstu sprengingu en tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk annast gangagerðina. Norðfjarðarmegin ræddi Stöð 2 við Grétar Pál Ólafsson, verkstjóra hjá Suðurverki, sem segir verkið á áætlun. Þeir hafi þó verið að kljást við drullulög Eskifjarðarmegin, sem hægi aðeins á verkinu og kalli á styrkingar og steypu. „En það gengur,“ segir Grétar.Ekið inn Eskifjarðarmegin. Verktakar vonast til að slá í gegn næsta haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hafa orðið þau þáttaskil að borun er hálfnuð, búið að bora yfir fjóra kílómetra eða 55 prósent. En hvenær á svo að slá í gegn? „Það er á næsta ári, síðsumars, eða næsta haust,“ svarar Grétar. Þá verður þó eftir mikil vinna og er ekki gert ráð fyrir að jarðgöngin verði opnuð umferð fyrr en árið 2017. Í Fjarðabyggð þakka ráðamenn fyrir að göngin skyldu hafa sloppið undan niðurskurðarhnífnum. Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson segir forystumenn þjóðarinnar hafa séð mikilvægi þessara jarðganga. Mikil verðmæti yrðu til í bæjarfélaginu og í Neskaupstað væru lykilstofnanir, eins og sjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn, auk hafnarinnar. Austfirsk fjöll eru fræg fyrir fagra steina og hafa bormennirnir fundið fjölda slíkra, sem berast með útgreftrinum. „Jú, jú, alveg helling af fallegum steinum. Ég hirði alla fallega steina sem ég sé,“ segir Grétar um leið og hann sýnir stein sem hann hafði tekið til hliðar. Hann segir þetta góða námu fyrir steinasafnara.Þessi kom úr Norðfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning, helling af fögrum steinum, sem koma með útgreftrinum. Göngin koma milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og verða sjö og hálfur kílómetri á lengd. Eitt ár er liðið um þessar mundir frá fyrstu sprengingu en tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk annast gangagerðina. Norðfjarðarmegin ræddi Stöð 2 við Grétar Pál Ólafsson, verkstjóra hjá Suðurverki, sem segir verkið á áætlun. Þeir hafi þó verið að kljást við drullulög Eskifjarðarmegin, sem hægi aðeins á verkinu og kalli á styrkingar og steypu. „En það gengur,“ segir Grétar.Ekið inn Eskifjarðarmegin. Verktakar vonast til að slá í gegn næsta haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hafa orðið þau þáttaskil að borun er hálfnuð, búið að bora yfir fjóra kílómetra eða 55 prósent. En hvenær á svo að slá í gegn? „Það er á næsta ári, síðsumars, eða næsta haust,“ svarar Grétar. Þá verður þó eftir mikil vinna og er ekki gert ráð fyrir að jarðgöngin verði opnuð umferð fyrr en árið 2017. Í Fjarðabyggð þakka ráðamenn fyrir að göngin skyldu hafa sloppið undan niðurskurðarhnífnum. Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson segir forystumenn þjóðarinnar hafa séð mikilvægi þessara jarðganga. Mikil verðmæti yrðu til í bæjarfélaginu og í Neskaupstað væru lykilstofnanir, eins og sjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn, auk hafnarinnar. Austfirsk fjöll eru fræg fyrir fagra steina og hafa bormennirnir fundið fjölda slíkra, sem berast með útgreftrinum. „Jú, jú, alveg helling af fallegum steinum. Ég hirði alla fallega steina sem ég sé,“ segir Grétar um leið og hann sýnir stein sem hann hafði tekið til hliðar. Hann segir þetta góða námu fyrir steinasafnara.Þessi kom úr Norðfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira