Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2014 18:45 Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning, helling af fögrum steinum, sem koma með útgreftrinum. Göngin koma milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og verða sjö og hálfur kílómetri á lengd. Eitt ár er liðið um þessar mundir frá fyrstu sprengingu en tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk annast gangagerðina. Norðfjarðarmegin ræddi Stöð 2 við Grétar Pál Ólafsson, verkstjóra hjá Suðurverki, sem segir verkið á áætlun. Þeir hafi þó verið að kljást við drullulög Eskifjarðarmegin, sem hægi aðeins á verkinu og kalli á styrkingar og steypu. „En það gengur,“ segir Grétar.Ekið inn Eskifjarðarmegin. Verktakar vonast til að slá í gegn næsta haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hafa orðið þau þáttaskil að borun er hálfnuð, búið að bora yfir fjóra kílómetra eða 55 prósent. En hvenær á svo að slá í gegn? „Það er á næsta ári, síðsumars, eða næsta haust,“ svarar Grétar. Þá verður þó eftir mikil vinna og er ekki gert ráð fyrir að jarðgöngin verði opnuð umferð fyrr en árið 2017. Í Fjarðabyggð þakka ráðamenn fyrir að göngin skyldu hafa sloppið undan niðurskurðarhnífnum. Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson segir forystumenn þjóðarinnar hafa séð mikilvægi þessara jarðganga. Mikil verðmæti yrðu til í bæjarfélaginu og í Neskaupstað væru lykilstofnanir, eins og sjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn, auk hafnarinnar. Austfirsk fjöll eru fræg fyrir fagra steina og hafa bormennirnir fundið fjölda slíkra, sem berast með útgreftrinum. „Jú, jú, alveg helling af fallegum steinum. Ég hirði alla fallega steina sem ég sé,“ segir Grétar um leið og hann sýnir stein sem hann hafði tekið til hliðar. Hann segir þetta góða námu fyrir steinasafnara.Þessi kom úr Norðfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning, helling af fögrum steinum, sem koma með útgreftrinum. Göngin koma milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og verða sjö og hálfur kílómetri á lengd. Eitt ár er liðið um þessar mundir frá fyrstu sprengingu en tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk annast gangagerðina. Norðfjarðarmegin ræddi Stöð 2 við Grétar Pál Ólafsson, verkstjóra hjá Suðurverki, sem segir verkið á áætlun. Þeir hafi þó verið að kljást við drullulög Eskifjarðarmegin, sem hægi aðeins á verkinu og kalli á styrkingar og steypu. „En það gengur,“ segir Grétar.Ekið inn Eskifjarðarmegin. Verktakar vonast til að slá í gegn næsta haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hafa orðið þau þáttaskil að borun er hálfnuð, búið að bora yfir fjóra kílómetra eða 55 prósent. En hvenær á svo að slá í gegn? „Það er á næsta ári, síðsumars, eða næsta haust,“ svarar Grétar. Þá verður þó eftir mikil vinna og er ekki gert ráð fyrir að jarðgöngin verði opnuð umferð fyrr en árið 2017. Í Fjarðabyggð þakka ráðamenn fyrir að göngin skyldu hafa sloppið undan niðurskurðarhnífnum. Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson segir forystumenn þjóðarinnar hafa séð mikilvægi þessara jarðganga. Mikil verðmæti yrðu til í bæjarfélaginu og í Neskaupstað væru lykilstofnanir, eins og sjúkrahúsið og Verkmenntaskólinn, auk hafnarinnar. Austfirsk fjöll eru fræg fyrir fagra steina og hafa bormennirnir fundið fjölda slíkra, sem berast með útgreftrinum. „Jú, jú, alveg helling af fallegum steinum. Ég hirði alla fallega steina sem ég sé,“ segir Grétar um leið og hann sýnir stein sem hann hafði tekið til hliðar. Hann segir þetta góða námu fyrir steinasafnara.Þessi kom úr Norðfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira