Búið er að setja nýja stiklu úr hasarmyndinni Brick Mansions á netið en það er ein síðasta myndin sem leikarinn Paul Walker lék í áður en hann lést í bílslysi.
Myndin fjallar um leynilögreglumann sem reynir að fella glæpakóng sem hefur aðgang að kröftugu vopni.
Brick Mansions er frumsýnd vestan hafs þann 25. apríl á þessu ári.