Innlent

Kampavínsklúbbum lokað fyrir fullt og allt

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Lögmenn kampavínsstaðanna VIP club og Strawberries staðfestu við fréttastofu í dag að starfsemin væri liðin undir lok þar sem ekki fékkst áframhaldandi rekstarleyfi.

Mál kampavínsstaðanna voru talsvert í deiglunni á síðasta ári, allt eftir að Fréttablaðið greindi frá starfseminni sem gengur út á að selja kampavín og innilega stund með fáklæddri konu í einkarými.

Lögregla hóf umfangsmikla rannsókn á stöðunum tveimur sem stóð yfir í um nokkurra mánaða skeið. Lögregla beitti meðal annars tálbeitum og leiddi það síðan til handtöku á fimm manns, tengdum Strawberries, vegna gruns um milligöngu með vændi.

Fjórum þeirra var síðan sleppt en eigandi Strawberries sat í gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Lögregla kyrrsetti jafnframt eignir hans og haldlagði bókhaldsgögn sem eru enn til rannsóknar. Eigandanum á Strawberries hefur því ekki verið birt ákæra en hann vildi ekki tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað.

Stöðunum var lokað tímabundið eftir þessar aðgerðir lögreglu en opnuðu fljótlega aftur eftir að lögmaður VIP sagði aðgerðir ólögmætar og lagði fram kæru. Nú hefur afturköllun lögreglu á rekstarleyfum hinsvegar verið staðfest af ráðuneyti og því ekki grundvöllur fyrir starfseminni lengur.


Tengdar fréttir

Verjandi segir vændi ekki stundað á Strawberries

Lögmaður eiganda kampavísins-klúbbsins Strawberries segir það vera af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær.

Kampavínsstúlkur ekki starfsmenn

Eigandi Strawberries hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Lögmaður eigandans segir kampavínsstúlkur ekki vera skilgreindar sem starfsmenn staðarins.

Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín

Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni.

Fimm í gæsluvarðhald í vændiskaupamáli

Lögreglan lokaði kampavíns-klúbbnum Strawberries og voru fjórir starfsmenn, þar á meðal eigandi staðarins, úrskurðaðir í gæsluvarðahald til 8. nóvember.

Óttast ekki að staðnum verði lokað

Eigandi kampavínsklúbbsins Crystal segir lögreglu hafa rannsakað starfsemi staðarins um nokkurt skeið. Hann óttast ekki að staðnum verði lokað,

Allir lausir nema eigandinn

Þrír starfsmenn kampavínsklúbbsins Strawberries eru lausir úr gæsluvarðhaldi, en eigandinn situr enn í gæsluvarðhaldi. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.