Stjórnsýsluúttekt hafin á samningum ráðuneytis Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2014 07:15 vísir Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samstarfssamningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins við rannsóknarfyrirtækið Rannsóknir og greining ehf. Telur Ríkisendurskoðun fullt erindi að kanna nánar hvernig málum er háttað með gerða samninga og hvort þeir standist lög og reglur. Forkönnun Ríkisendurskoðunar er nú lokið með þeirri niðurstöðu að kafa þurfi frekar ofan í samvinnu og samskipti ráðuneytisins við fyrirtækið. Sjónum verður meðal annars beint að því ferli sem viðhaft var hjá ráðuneytinu þegar ákvörðun var tekin árið 1999 um að útvista þeim æskulýðsrannsóknum sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála hafði sinnt fram að því. Þær rannsóknir runnu inn í einkahlutafélag án þess að aðrir gætu boðið í það verk eða keypt rannsóknarhlutann af menntamálaráðuneytinu.Fréttablaðið greindi frá því þann 30. september að Rannsóknir og greining ehf. hefði frá árinu 2006 fengið yfir fimmtíu milljónir króna frá hinu opinbera í gegnum samning við menntamálaráðuneytið. Síðasti samningur við fyrirtækið var undirritaður 12. janúar 2009. Hann var af þeirri stærð að lög um opinber innkaup heimiluðu ekki samningagerð án þess að útboð hefði farið fram. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, taldi fullt tilefni til að skoða umrædda samninga. Við aðalúttektina verður kannað hvort ákvarðanataka um framhald rannsóknanna var í samræmi við lög og reglur, þar á meðal lög um opinber innkaup. Þá verður sjónum beint að því hvort gætt hafi verið jafnræðis í styrkveitingum ráðuneytisins til málaflokksins og hvernig aðgengi að gögnum sem aflað er fyrir opinbert fé er háttað. „Ríkisendurskoðun telur fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Samkvæmt 4. grein laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu,“ sagði Kristín þann 30. september síðastliðinn. Stefnt er að því að Ríkisendurskoðun birti niðurstöður aðalúttektar í opinberri skýrslu til Alþingis í lok febrúar 2015. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samstarfssamningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins við rannsóknarfyrirtækið Rannsóknir og greining ehf. Telur Ríkisendurskoðun fullt erindi að kanna nánar hvernig málum er háttað með gerða samninga og hvort þeir standist lög og reglur. Forkönnun Ríkisendurskoðunar er nú lokið með þeirri niðurstöðu að kafa þurfi frekar ofan í samvinnu og samskipti ráðuneytisins við fyrirtækið. Sjónum verður meðal annars beint að því ferli sem viðhaft var hjá ráðuneytinu þegar ákvörðun var tekin árið 1999 um að útvista þeim æskulýðsrannsóknum sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála hafði sinnt fram að því. Þær rannsóknir runnu inn í einkahlutafélag án þess að aðrir gætu boðið í það verk eða keypt rannsóknarhlutann af menntamálaráðuneytinu.Fréttablaðið greindi frá því þann 30. september að Rannsóknir og greining ehf. hefði frá árinu 2006 fengið yfir fimmtíu milljónir króna frá hinu opinbera í gegnum samning við menntamálaráðuneytið. Síðasti samningur við fyrirtækið var undirritaður 12. janúar 2009. Hann var af þeirri stærð að lög um opinber innkaup heimiluðu ekki samningagerð án þess að útboð hefði farið fram. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, taldi fullt tilefni til að skoða umrædda samninga. Við aðalúttektina verður kannað hvort ákvarðanataka um framhald rannsóknanna var í samræmi við lög og reglur, þar á meðal lög um opinber innkaup. Þá verður sjónum beint að því hvort gætt hafi verið jafnræðis í styrkveitingum ráðuneytisins til málaflokksins og hvernig aðgengi að gögnum sem aflað er fyrir opinbert fé er háttað. „Ríkisendurskoðun telur fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Samkvæmt 4. grein laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu,“ sagði Kristín þann 30. september síðastliðinn. Stefnt er að því að Ríkisendurskoðun birti niðurstöður aðalúttektar í opinberri skýrslu til Alþingis í lok febrúar 2015.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira