Stjórnsýsluúttekt hafin á samningum ráðuneytis Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2014 07:15 vísir Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samstarfssamningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins við rannsóknarfyrirtækið Rannsóknir og greining ehf. Telur Ríkisendurskoðun fullt erindi að kanna nánar hvernig málum er háttað með gerða samninga og hvort þeir standist lög og reglur. Forkönnun Ríkisendurskoðunar er nú lokið með þeirri niðurstöðu að kafa þurfi frekar ofan í samvinnu og samskipti ráðuneytisins við fyrirtækið. Sjónum verður meðal annars beint að því ferli sem viðhaft var hjá ráðuneytinu þegar ákvörðun var tekin árið 1999 um að útvista þeim æskulýðsrannsóknum sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála hafði sinnt fram að því. Þær rannsóknir runnu inn í einkahlutafélag án þess að aðrir gætu boðið í það verk eða keypt rannsóknarhlutann af menntamálaráðuneytinu.Fréttablaðið greindi frá því þann 30. september að Rannsóknir og greining ehf. hefði frá árinu 2006 fengið yfir fimmtíu milljónir króna frá hinu opinbera í gegnum samning við menntamálaráðuneytið. Síðasti samningur við fyrirtækið var undirritaður 12. janúar 2009. Hann var af þeirri stærð að lög um opinber innkaup heimiluðu ekki samningagerð án þess að útboð hefði farið fram. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, taldi fullt tilefni til að skoða umrædda samninga. Við aðalúttektina verður kannað hvort ákvarðanataka um framhald rannsóknanna var í samræmi við lög og reglur, þar á meðal lög um opinber innkaup. Þá verður sjónum beint að því hvort gætt hafi verið jafnræðis í styrkveitingum ráðuneytisins til málaflokksins og hvernig aðgengi að gögnum sem aflað er fyrir opinbert fé er háttað. „Ríkisendurskoðun telur fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Samkvæmt 4. grein laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu,“ sagði Kristín þann 30. september síðastliðinn. Stefnt er að því að Ríkisendurskoðun birti niðurstöður aðalúttektar í opinberri skýrslu til Alþingis í lok febrúar 2015. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samstarfssamningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins við rannsóknarfyrirtækið Rannsóknir og greining ehf. Telur Ríkisendurskoðun fullt erindi að kanna nánar hvernig málum er háttað með gerða samninga og hvort þeir standist lög og reglur. Forkönnun Ríkisendurskoðunar er nú lokið með þeirri niðurstöðu að kafa þurfi frekar ofan í samvinnu og samskipti ráðuneytisins við fyrirtækið. Sjónum verður meðal annars beint að því ferli sem viðhaft var hjá ráðuneytinu þegar ákvörðun var tekin árið 1999 um að útvista þeim æskulýðsrannsóknum sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála hafði sinnt fram að því. Þær rannsóknir runnu inn í einkahlutafélag án þess að aðrir gætu boðið í það verk eða keypt rannsóknarhlutann af menntamálaráðuneytinu.Fréttablaðið greindi frá því þann 30. september að Rannsóknir og greining ehf. hefði frá árinu 2006 fengið yfir fimmtíu milljónir króna frá hinu opinbera í gegnum samning við menntamálaráðuneytið. Síðasti samningur við fyrirtækið var undirritaður 12. janúar 2009. Hann var af þeirri stærð að lög um opinber innkaup heimiluðu ekki samningagerð án þess að útboð hefði farið fram. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar, taldi fullt tilefni til að skoða umrædda samninga. Við aðalúttektina verður kannað hvort ákvarðanataka um framhald rannsóknanna var í samræmi við lög og reglur, þar á meðal lög um opinber innkaup. Þá verður sjónum beint að því hvort gætt hafi verið jafnræðis í styrkveitingum ráðuneytisins til málaflokksins og hvernig aðgengi að gögnum sem aflað er fyrir opinbert fé er háttað. „Ríkisendurskoðun telur fullt tilefni til að taka umræddan samning til skoðunar. Samkvæmt 4. grein laga um opinber innkaup taka þau til samninga um fjárhagslegt endurgjald og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu,“ sagði Kristín þann 30. september síðastliðinn. Stefnt er að því að Ríkisendurskoðun birti niðurstöður aðalúttektar í opinberri skýrslu til Alþingis í lok febrúar 2015.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira