Innlent

Ekkert leyfi fyrir auglýsingaskiltum Kjarvals við Suðurlandsveg

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Skilti Kjarvals við Þjórsárbrú, sem var sett upp í leyfisleysi. Það verður tekið niður næstu daga, líkt og skiltið á milli Hvolsvallar og Vík.
Skilti Kjarvals við Þjórsárbrú, sem var sett upp í leyfisleysi. Það verður tekið niður næstu daga, líkt og skiltið á milli Hvolsvallar og Vík. Vísir/Magnús Hlynur
 „Nei, það er ekkert leyfi fyrir skiltinu, ég kannast allavega ekki við það, þetta hefur hvorki farið fyrir sveitarstjórn né skipulagsnefnd. Mér finnst það glannaskapur og ósmekklegt að setja svona stórt skilti upp  við þjóðveg númer eitt,“ segir Egill Sigurðsson, bóndi í Berustöðum og nýr oddviti Ásahrepps þegar hann var spurður hvort Kjarval hafi fengið leyfi fyrir umræddu skilti.

Skiltið er rétt austan við Þjórsárbrú, mjög nálægt veginum, skammt frá bænum Þjórsártún við Suðurlandsvegi. Þá hefur Kjarval sett upp  samskonar skilti, sem er á milli Hvolsvallar og Vík, sem ekkert leyfi er heldur fyrir. Þetta kemur fram í Sunnlenska Fréttablaðinu í dag.

 

Skiltið milli Hvolsvallar og Víkur.Vísir/Magnús Hlynur
Skiltin tekin niður

„Við hörmum það að ekki hafi verið búið að sækja um leyfi fyrir skiltunum, ég stóð alltaf í þeirri trú,  okkar auglýsingastofa átti að sjá um það en það varð greinilega einhver misskilningur í málinu. Við höfum ákveðið að fjarlægja skiltin og verður það gert á allra næstu dögum en  með því teljum við málið leyst,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Kjarvalsverslananna í samtali við Sunnlenska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×